Birti bónorðið í Bændablaðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2025 11:48 Bónorðið í Bændablaðinu vakti lukku og eru þau Freyr og Guðrún Vaka nú trúlofuð. „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu? Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Þannig hljóðar einkamálaauglýsing sem Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild Kópavogsbæjar, birti í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem var dreift til áskrifenda í gærkvöldi og í morgun. Blaðamaður heyrði í Frey seint í gærkvöldi eftir að hafa rekið augun í auglýsinguna sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum. Freyr átti von á að blaðinu yrði dreift í dag og var því á rúnti um bæinn í leit að blaðinu áður en hans heittelskaða ræki augun í auglýsinguna á miðlunum. Guðrún og Freyr eiga saman soninn Steingrím. „Ég er í slökkvistarfi ársins, þetta er bara Rugl.is-dæmi. Ég var bara mjög rólegur í tíðinni og sé þetta á Facebook. Ég er hérna keyrandi um allar trissur að reyna að finna Bændablaðið og var að sækja hringinn í vinnuna núna,“ sagði Freyr við blaðamann í gærkvöldi. Freyr var þá búinn að fara í búðirnar OK Market og Nettó en fann hvergi blaðið. Eftir samtal við blaðamann fór Freyr á bensínstöðina N1 á Hringbraut, fann þar eintak og brunaði heim. Með Bændablaðið í hönd bar Freyr svo upp bónorðið og Guðrún svaraði játandi. „En af hverju Bændablaðið?“ kynni einhver að spyrja. Ástæðan er að Guðrún, sem starfar sem aðstoðarmaður dómara hjá Landsrétti, vann um tíma hjá Bændasamtökunum sem gefa út Bændablaðið. Að sögn Freys talaði hún alltaf svo fallega um bæði Bændasamtökin og Bændablaðið að honum fannst rakið að bera upp bónorðið þar. Spurning hvort Freyr, sem bæði vinnur hjá Kópavogsbæ og er gallharður Bliki, birti ekki tilkynningu um trúlofunina í næsta tölublaði af Kópavogsblaðinu?
Ástin og lífið Kópavogur Reykjavík Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira