Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2025 07:31 Jón Gnarr kampakátur með hauskúpuna sem hann keypti í Ilulissat á Grænlandi í síðasta mánuði. Jón Gnarr Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd. Jón sá hauskúpuna í minjagripaverslun í Ilulissat á Grænlandi þegar hann og fleiri þingmenn sátu fund Vestnorræna ráðsins þar í síðasta mánuði. Þar var einnig hægt að fá hauskúpur af rostungum, selum auka tanna og klóa af ýmsum dýrum. Í samtali við Vísi segist Jón alltaf hafa verið áhugamaður um hauskúpur og haft miklar mætur á hvítabjörnum. Þeir séu magnaðasta landdýrið sem hafi gengið á Íslandi fyrir utan manneskjuna. „Í rauninni mætti segja að hvítabjörnin gæti talist til íslenskra spendýra sem svona flökkudýr,“ segir Jón sem tók við formennsku í Vestnorræna ráðinu á fundinum á Grænlandi. Sammæltust um að það væri í lagi að koma með kúpuna inn í landið Hauskúpuna flutti Jón með sér í handfarangri í flugvél til Íslands. Tollvörður þar sagði honum að ekkert mál væri að flytja hana úr landi en hins vegar gæti hann lent í vandræðum með að fara með hana í gegnum tollinn á Íslandi þar sem stundum væri flókið að flytja dýraafurðir á milli landa. Höfuðkúpan sem Jón keypti sér á Grænlandi.Jón Gnarr „Í Keflavík þá fór ég og ræddi bara við tollverðina og sýndi þeim þetta bara þannig að ég væri ekkert að gera eitthvað sem mætti ekki. Það var svona skilningur þeirra og minn að þetta væri allt í lagi svo framarlega sem ekki væri hold eða feldur, þetta er bara hrein höfuðkúpa,“ segir Jón sem gat að svo búið haldið leiðar sinnar inn í landið óáreittur. Ákvað að gera fyrst og taka svo afleiðingunum Jón er ekki enn búinn að gera upp við sig hvar hann ætlar að geyma hauskúpuna voldugu. Hann var ekki búin að ráðfæra sig við eiginkonu sína áður en hann gerði kaupin góðu. „Þetta er eitt af þessum málum þar sem ég ákvað í stað þess að sækja um, að gera og taka svo afleiðingunum af því svo ég sé alveg heiðarlegur með það,“ segir Jón og hlær. „Þetta mæltist bara vel fyrir hjá henni og henni fannst þetta bara flott,“ segir þingmaðurinn og nýr formaður Vestnorrænu nefndarinnar. Grænland Dýr Hvítabirnir Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
Jón sá hauskúpuna í minjagripaverslun í Ilulissat á Grænlandi þegar hann og fleiri þingmenn sátu fund Vestnorræna ráðsins þar í síðasta mánuði. Þar var einnig hægt að fá hauskúpur af rostungum, selum auka tanna og klóa af ýmsum dýrum. Í samtali við Vísi segist Jón alltaf hafa verið áhugamaður um hauskúpur og haft miklar mætur á hvítabjörnum. Þeir séu magnaðasta landdýrið sem hafi gengið á Íslandi fyrir utan manneskjuna. „Í rauninni mætti segja að hvítabjörnin gæti talist til íslenskra spendýra sem svona flökkudýr,“ segir Jón sem tók við formennsku í Vestnorræna ráðinu á fundinum á Grænlandi. Sammæltust um að það væri í lagi að koma með kúpuna inn í landið Hauskúpuna flutti Jón með sér í handfarangri í flugvél til Íslands. Tollvörður þar sagði honum að ekkert mál væri að flytja hana úr landi en hins vegar gæti hann lent í vandræðum með að fara með hana í gegnum tollinn á Íslandi þar sem stundum væri flókið að flytja dýraafurðir á milli landa. Höfuðkúpan sem Jón keypti sér á Grænlandi.Jón Gnarr „Í Keflavík þá fór ég og ræddi bara við tollverðina og sýndi þeim þetta bara þannig að ég væri ekkert að gera eitthvað sem mætti ekki. Það var svona skilningur þeirra og minn að þetta væri allt í lagi svo framarlega sem ekki væri hold eða feldur, þetta er bara hrein höfuðkúpa,“ segir Jón sem gat að svo búið haldið leiðar sinnar inn í landið óáreittur. Ákvað að gera fyrst og taka svo afleiðingunum Jón er ekki enn búinn að gera upp við sig hvar hann ætlar að geyma hauskúpuna voldugu. Hann var ekki búin að ráðfæra sig við eiginkonu sína áður en hann gerði kaupin góðu. „Þetta er eitt af þessum málum þar sem ég ákvað í stað þess að sækja um, að gera og taka svo afleiðingunum af því svo ég sé alveg heiðarlegur með það,“ segir Jón og hlær. „Þetta mæltist bara vel fyrir hjá henni og henni fannst þetta bara flott,“ segir þingmaðurinn og nýr formaður Vestnorrænu nefndarinnar.
Grænland Dýr Hvítabirnir Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira