Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Lovísa Arnardóttir skrifar 8. september 2025 08:54 Sigríður Indriðadóttir, segir ástandið alvarlegt á sumum vinnustöðum, vegna slæmrar hegðunar ákveðinna starfsmanna. Vísir/Vilhelm Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni. Sigríður ræddi slúbbertana í opinbera geiranum Í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hún var til viðtals um sama efni á Vísi nýlega. Sigríður segist hafa fengið ótrúleg viðbrögð við viðtalinu frá stjórnendum í atvinnulífinu og almennt fólki sem þakkaði henni fyrir að opna umræðuna. Sem dæmi hafi hún heyrt frá skólameistara í framhaldsskóla sem sagði ráðningarfestuna mikið mein innan skólakerfisins. „Þetta er nákvæmlega það sem stjórnendur eru að fást við,“ segir Sigríður og að stjórnendur séu jafnvel oft að fást við sama fólkið í langan tíma og þannig fái vandamálin sem þeim fylgja að grassera lengi. „Eldri stjórnendur, sem eru búnir að starfa lengi, og eru að af eldri kynslóðum, virðast meira sætta sig við bæði hegðunarvanda og frammistöðuvanda, sem oft helst í hendur,“ segir Sigríður og að algengara sé að yngri stjórnendur segi strax slíka hegðun ekki í lagi og grípi fyrr til aðgerða. Þeir sitji þó stundum uppi með „erfðagalla“ þegar vandamálið kannski er búið að grassera lengi og þetta starfsfólk búið að vera lengi starfandi. Sigríður segist hafa séð nokkuð dæmi um starfsmenn sem komi illa fram við samstarfsfólk sitt, hreyti í þau, valta yfir það þannig að fólk fari heim grátandi, heldur að sé upplýsingum og gerir nánast allt, að hennar sögn, til að leggja stein í götu starfseminnar og annarra starfsemina. Stundum megi jafnvel skilgreina þessa hegðun sem einelti. Hafi mikil áhrif á líðan „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrifa á líðan samstarfsfólk,“ segir hún. Níutíu prósent starfsfólksins séu heiðarlegt og duglegt fólk sem sé þó oft partur af „þögla hernum“ sem segir eða gerir ekki neitt þegar það mæti slíkri hegðun. Sigríður segir svona ástand geta leitt til óvenjulegrar starfsmannaveltu þar sem fólkið sem stjórnendur jafnvel vilja mest hafa í vinnu hættir og færir sig annað vegna hegðunar þessara slúbberta. Sigríður segir það vandamál að fólk vilji almennt ekki tilkynna einelti en oft sé það þannig að slúbbertarnir sjálfir tilkynna það þegar einhver fer að setja þeim mörk og krefja þá um betra vinnuframlag. „Þá eru þeir svo fúlir yfir því að þeir fái ekki að valsa um eins og þeim sýnist. Þá kasta þeir fram eineltiskæru,“ segir Sigríður. Hún segir stjórnendur í opinberum geira því miður síður fara í leiðbeinandi samtal og í áminningarferlið. Það þurfi mikið til. „Maður þarf nánast að hafa drepið mann,“ segir Sigríður. Þörf á að breyta starfsmannalögum Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að breyta starfsmannalögum. Æviráðning hafi verið afnumin og það sé hægt að breyta fleiru í þessum lögum. Viðskiptaráð fjallaði um málið fyrr á árinu og kom fram í skýrslu frá þeim að slíkir slúbbertar kostuð ríkið allt að 30 til 50 milljarða á ári. Sigríður segist trúa því að þessar tölur standist skoðun. Þegar hún er kölluð til sé misjafnt hversu langan tíma taki að ljúka svona máli. Á sama tíma hætti aðrir og verkefni tefjast. Formaður BHM svaraði skýrslu Viðskiptaráðs og sagði framsetningu þeirra villandi. „Við eigum að breyta þessum lögum og endurskoða þau,“ segir hún spurð um hvað þurfi að gera. Þá þurfi sömuleiðis vitundarvakningu meðal stjórnenda um hvernig þeir setji mörk og hvernig þeir geti tryggt hagsýni í rekstri og að öllum líði vel í vinnunni. Stéttarfélög Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Atvinnurekendur Bítið Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Sigríður ræddi slúbbertana í opinbera geiranum Í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en hún var til viðtals um sama efni á Vísi nýlega. Sigríður segist hafa fengið ótrúleg viðbrögð við viðtalinu frá stjórnendum í atvinnulífinu og almennt fólki sem þakkaði henni fyrir að opna umræðuna. Sem dæmi hafi hún heyrt frá skólameistara í framhaldsskóla sem sagði ráðningarfestuna mikið mein innan skólakerfisins. „Þetta er nákvæmlega það sem stjórnendur eru að fást við,“ segir Sigríður og að stjórnendur séu jafnvel oft að fást við sama fólkið í langan tíma og þannig fái vandamálin sem þeim fylgja að grassera lengi. „Eldri stjórnendur, sem eru búnir að starfa lengi, og eru að af eldri kynslóðum, virðast meira sætta sig við bæði hegðunarvanda og frammistöðuvanda, sem oft helst í hendur,“ segir Sigríður og að algengara sé að yngri stjórnendur segi strax slíka hegðun ekki í lagi og grípi fyrr til aðgerða. Þeir sitji þó stundum uppi með „erfðagalla“ þegar vandamálið kannski er búið að grassera lengi og þetta starfsfólk búið að vera lengi starfandi. Sigríður segist hafa séð nokkuð dæmi um starfsmenn sem komi illa fram við samstarfsfólk sitt, hreyti í þau, valta yfir það þannig að fólk fari heim grátandi, heldur að sé upplýsingum og gerir nánast allt, að hennar sögn, til að leggja stein í götu starfseminnar og annarra starfsemina. Stundum megi jafnvel skilgreina þessa hegðun sem einelti. Hafi mikil áhrif á líðan „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrifa á líðan samstarfsfólk,“ segir hún. Níutíu prósent starfsfólksins séu heiðarlegt og duglegt fólk sem sé þó oft partur af „þögla hernum“ sem segir eða gerir ekki neitt þegar það mæti slíkri hegðun. Sigríður segir svona ástand geta leitt til óvenjulegrar starfsmannaveltu þar sem fólkið sem stjórnendur jafnvel vilja mest hafa í vinnu hættir og færir sig annað vegna hegðunar þessara slúbberta. Sigríður segir það vandamál að fólk vilji almennt ekki tilkynna einelti en oft sé það þannig að slúbbertarnir sjálfir tilkynna það þegar einhver fer að setja þeim mörk og krefja þá um betra vinnuframlag. „Þá eru þeir svo fúlir yfir því að þeir fái ekki að valsa um eins og þeim sýnist. Þá kasta þeir fram eineltiskæru,“ segir Sigríður. Hún segir stjórnendur í opinberum geira því miður síður fara í leiðbeinandi samtal og í áminningarferlið. Það þurfi mikið til. „Maður þarf nánast að hafa drepið mann,“ segir Sigríður. Þörf á að breyta starfsmannalögum Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að breyta starfsmannalögum. Æviráðning hafi verið afnumin og það sé hægt að breyta fleiru í þessum lögum. Viðskiptaráð fjallaði um málið fyrr á árinu og kom fram í skýrslu frá þeim að slíkir slúbbertar kostuð ríkið allt að 30 til 50 milljarða á ári. Sigríður segist trúa því að þessar tölur standist skoðun. Þegar hún er kölluð til sé misjafnt hversu langan tíma taki að ljúka svona máli. Á sama tíma hætti aðrir og verkefni tefjast. Formaður BHM svaraði skýrslu Viðskiptaráðs og sagði framsetningu þeirra villandi. „Við eigum að breyta þessum lögum og endurskoða þau,“ segir hún spurð um hvað þurfi að gera. Þá þurfi sömuleiðis vitundarvakningu meðal stjórnenda um hvernig þeir setji mörk og hvernig þeir geti tryggt hagsýni í rekstri og að öllum líði vel í vinnunni.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Atvinnurekendur Bítið Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent