Lífið

Pamela slær á sögu­sagnirnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Það er ekki verið að spila neina kjánalega leiki. Mér er alvara,“ sagði Pamela Anderson.
„Það er ekki verið að spila neina kjánalega leiki. Mér er alvara,“ sagði Pamela Anderson. EPA

Leikkonan Pamela Anderson gefur lítið fyrir orðróma þess efnis að samband hennar og leikarans Liam Neeson sé eða hafi verið kynningarbrella.

Þau tvö léku aðalhlutverkin í The Naked Gun , sem kom um út á dögunum, en í kringum frumsýningu myndarinnar byrjuðu fjölmiðlar vestanhafs að greina frá ástarsambandi þeirra. Sögusagnir um slíkt jukust ansi mikið þegar Anderson smellti kossi á kinn Neeson.

Orðrómur hefur þó gengið samhliða þessum fréttum þess efnis að samband þeirra sé ekki raunverulegt heldur kynningarbrella fyrir kvikmyndina.

Anderson hlaut verðlaun á kvikmyndahátíð í Deauville í Frakklandi í gær og í þakkarræðu sinni virtist hún skjóta þennan orðróm niður.

„Ég mun aldrei fóðra kynningarbellur,“ sagði Anderson og brosti framan í áhorfendur.

„Slíkt væri dauðadómur. Ég lifi fyrir það að vera ósvikin. Ég er hjátrúarfull þegar kemur að ást. Ég er ekki opin fyrir því að deila svo sem snefli af mínum ástarmálum. Eins og þið sjáið eru þau byggð upp og brotin niður á dögum, vikum og mánuðum í dómhörðu fjölmiðlaumhverfi sem brýtur niður á skammri stundu,“ sagði hún.

„Það er ekki verið að spila neina kjánalega leiki. Mér er alvara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.