Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 14:18 Diljá Mist vill láta útbúa mælaborð um útlendinga, eins konar gagnagrunn þar sem meðal annars má sjá þjóðerni, menntunarstig og jafnvel tungumálakunnáttu. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölgun erlendra fanga stafa meðal annars af fólki sem dvelji ólöglega á landinu sem flytja á á brott og aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Hún setja á laggirnar mælaborð um útlendinga sem dvelja hérlendis þar sem meðal annars hægt verði að sjá hlutfall ákveðinna þjóðerna og atvinnuþátttöku. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjáfstæðisflokksins, sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um fjölda erlendra fanga sem dvelja nú í fangelsum landsins. „Erlendum föngum hefur fjölgað í fangelsum á undanförnum árum. Það er í samræmi við þróunina á Norðurlöndunum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Diljáar. „Svörin eru þannig að á fimm árum hefur hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum farið úr 26 prósentum í 57 prósent. Þannig að 57 prósent fanga eru erlendir fangar, erlendir ríkisborgarar,“ segir Diljá Mist sem ræddi svörin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall. Það skýrist meðal annars af því að þarna inni í tölunum sé fólk sem er í ólögmætri dvöl sem á að flytja nauðugt brott úr landinu og síðan auðvitað mikilli aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Þetta eru tvenns konar lögbrot, það er auðvitað lögbrot að vera hér í ólögmætri dvöl og neita að yfirgefa landið af þeim sökum. Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af hvoru tveggja,“ segir hún. Í svari ráðuneytisins segir að árið 2020 voru 55 erlendir ríkisborgarar í fangelsi og 43 í gæsluvarðhaldi. Hlutfall erlendra fanga í fangelsunum var 26 prósent. Árið 2024 voru síðan hundrað erlendir ríkisborgarar í fangelsi og 180 í gæsluvarðhaldi sem gerði hlutfall erlendra fanga að 57 prósentum. „Það er ekkert sundurliðað nánar og það væri auðvitað hjálplegt og ef til vill verður það bara eftirfylgni af minni hálfu að spyrja út í nánari sundurliðun. Sundurliðun eftir þjóðerni, eftir broti og þess háttar. Ég hef áhyggjur af því, af því ég hef nú verið að beina sjónum að þessum atriðum áður, að þessi sundurliðun sé ekki til. Ég hlýt þó að geta fengið að vita hvaða kostnaður hlýst af þessum mikla fjölda erlendra fanga á Íslandi,“ segir Diljá. Ættu að láta erlenda ríkisborgara afplána erlendis Diljá segir að stóra viðfangsefnið sé að finna út hvernig leysa eigi málið. „Því að við auðvitað getum ekki sætt okkur við það, við Íslendingar, að halda hér uppi erlendum ríkisborgurum sem að eru að brjóta lög,“ segir hún. Tvö atriði þurfi að ráðast í að hennar mati og hefur hún rætt þau við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Annars vegar væri að nýta úrræði sem stendur til boða að flytja erlenda fanga til síns heimalands til þess að láta þá afplána þar og hins vegar að semja við erlend ríki um að erlendir ríkisborgarar afpláni fangelsisvistina í útlöndum. Bæði Danir og Svíar hafa leitað slíkra leiða að hennar sögn. „Danmörk var í viðræðum við Kósóvó, sem ég man en veit ekki hvort var búið að ganga frá, en að minnsta kosti var greint frá því í vor að þeir væru í viðræðum við Kósóvó. Svíþjóð gerði samning í sumar við Eistland þess efnis.“ Hún segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi einnig skoðað slík úrræði á hennar ráðherratíð og að Þorbjörg Sigríður væri að skoða slíkar lausnir. Aðspurð hvort að hluti af ástæðunni sé að íslenskum brotamönnum bjóðist annars konar úrræði heldur en erlendum glæpamönnum segir Diljá að til þess að fá öðruvísi en hefðbundna afplánun þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og fari það eftir alvarleika brota. „Þannig að það væri þá ein skýring og það væri auðvitað hægt að rýna það betur ef við værum með sundurliðun á því um hvers konar brot væri að ræða,“ segir hún. Vill mælaborð um útlendinga sem allir geti skoðað Diljá segist tala fyrir mælaborði um útlendinga þar sem hægt væri að sjá tölfræðilegar upplýsingar um meðal annars þjóðerni, atvinnuþátttöku og jafnvel tungumálakunnáttu. Slík mælaborð séu notuð á Norðurlöndunum og þau nýtt sem gagnagrunnur. „Þar getur þú brotið niður og flett upp ýmiss konar upplýsingum um útlendinga í Finnlandi og niðurbrotið á þjóðerni. Sömuleiðis er þetta gert í Danmörku. Þessar upplýsingar eru birtar og eru öllum aðgengilegar og þetta eru upplýsingar sem taka til ýmissa þátta,“ segir Dilja. Hún segist hafa rætt við Guðrúnu, fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, þegar þau sátu í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, um að setja upp mælaborð en þar hafi mætt henni áhugaleysi. Þessar upplýsingar gætu nýst í fangelsiskerfinu og ættu þær að vera opnar öllum til að skoða. „Okkur finnst við geta birt laun fólks sem að eru birtar alveg niður á per manneskju sko og eru öllum aðgengilegar, en við erum einhvern veginn ótrúlega hrædd við það að birta svipaðar upplýsingar sem eru bara skiptar niður á þjóðerni. Ég skil ekki af hverju það er,“ segir hún. Hún segir fólk óttast að að birta slíkar upplýsingar myndi ala á einhvers konar fordómum. „En þú getur ekki kallað eitthvað fordóma sem eru bara upplýsingar og staðreyndir og tölfræði. Það er auðvitað bara að sækja sér þekkingu og gera upplýsingar aðgengilegar fyrir almenning. Þetta er auðvitað gamalkunn mantra og svona afsökun fyrir því að bara halda upplýsingum frá almenningi. Það sé gert til þess að verja almenning,“ segir Diljá. Þegar hún fór að senda fyrirspurnir eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa hafi nokkrir þingmenn Viðreisnar sagt að þeir væru almennt á móti því að ræða að það séu vandamál tengd útlendingum. „Mér fannst þetta bara ótrúleg viðbrögð, ég verð bara að segja það, því að auðvitað fylgja útlendingum áskoranir eins og öðrum.“ Innflytjendamál Fangelsismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjáfstæðisflokksins, sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um fjölda erlendra fanga sem dvelja nú í fangelsum landsins. „Erlendum föngum hefur fjölgað í fangelsum á undanförnum árum. Það er í samræmi við þróunina á Norðurlöndunum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Diljáar. „Svörin eru þannig að á fimm árum hefur hlutfall erlendra fanga í íslenskum fangelsum farið úr 26 prósentum í 57 prósent. Þannig að 57 prósent fanga eru erlendir fangar, erlendir ríkisborgarar,“ segir Diljá Mist sem ræddi svörin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall. Það skýrist meðal annars af því að þarna inni í tölunum sé fólk sem er í ólögmætri dvöl sem á að flytja nauðugt brott úr landinu og síðan auðvitað mikilli aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Þetta eru tvenns konar lögbrot, það er auðvitað lögbrot að vera hér í ólögmætri dvöl og neita að yfirgefa landið af þeim sökum. Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af hvoru tveggja,“ segir hún. Í svari ráðuneytisins segir að árið 2020 voru 55 erlendir ríkisborgarar í fangelsi og 43 í gæsluvarðhaldi. Hlutfall erlendra fanga í fangelsunum var 26 prósent. Árið 2024 voru síðan hundrað erlendir ríkisborgarar í fangelsi og 180 í gæsluvarðhaldi sem gerði hlutfall erlendra fanga að 57 prósentum. „Það er ekkert sundurliðað nánar og það væri auðvitað hjálplegt og ef til vill verður það bara eftirfylgni af minni hálfu að spyrja út í nánari sundurliðun. Sundurliðun eftir þjóðerni, eftir broti og þess háttar. Ég hef áhyggjur af því, af því ég hef nú verið að beina sjónum að þessum atriðum áður, að þessi sundurliðun sé ekki til. Ég hlýt þó að geta fengið að vita hvaða kostnaður hlýst af þessum mikla fjölda erlendra fanga á Íslandi,“ segir Diljá. Ættu að láta erlenda ríkisborgara afplána erlendis Diljá segir að stóra viðfangsefnið sé að finna út hvernig leysa eigi málið. „Því að við auðvitað getum ekki sætt okkur við það, við Íslendingar, að halda hér uppi erlendum ríkisborgurum sem að eru að brjóta lög,“ segir hún. Tvö atriði þurfi að ráðast í að hennar mati og hefur hún rætt þau við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra. Annars vegar væri að nýta úrræði sem stendur til boða að flytja erlenda fanga til síns heimalands til þess að láta þá afplána þar og hins vegar að semja við erlend ríki um að erlendir ríkisborgarar afpláni fangelsisvistina í útlöndum. Bæði Danir og Svíar hafa leitað slíkra leiða að hennar sögn. „Danmörk var í viðræðum við Kósóvó, sem ég man en veit ekki hvort var búið að ganga frá, en að minnsta kosti var greint frá því í vor að þeir væru í viðræðum við Kósóvó. Svíþjóð gerði samning í sumar við Eistland þess efnis.“ Hún segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi einnig skoðað slík úrræði á hennar ráðherratíð og að Þorbjörg Sigríður væri að skoða slíkar lausnir. Aðspurð hvort að hluti af ástæðunni sé að íslenskum brotamönnum bjóðist annars konar úrræði heldur en erlendum glæpamönnum segir Diljá að til þess að fá öðruvísi en hefðbundna afplánun þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði og fari það eftir alvarleika brota. „Þannig að það væri þá ein skýring og það væri auðvitað hægt að rýna það betur ef við værum með sundurliðun á því um hvers konar brot væri að ræða,“ segir hún. Vill mælaborð um útlendinga sem allir geti skoðað Diljá segist tala fyrir mælaborði um útlendinga þar sem hægt væri að sjá tölfræðilegar upplýsingar um meðal annars þjóðerni, atvinnuþátttöku og jafnvel tungumálakunnáttu. Slík mælaborð séu notuð á Norðurlöndunum og þau nýtt sem gagnagrunnur. „Þar getur þú brotið niður og flett upp ýmiss konar upplýsingum um útlendinga í Finnlandi og niðurbrotið á þjóðerni. Sömuleiðis er þetta gert í Danmörku. Þessar upplýsingar eru birtar og eru öllum aðgengilegar og þetta eru upplýsingar sem taka til ýmissa þátta,“ segir Dilja. Hún segist hafa rætt við Guðrúnu, fyrrverandi dómsmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, þegar þau sátu í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, um að setja upp mælaborð en þar hafi mætt henni áhugaleysi. Þessar upplýsingar gætu nýst í fangelsiskerfinu og ættu þær að vera opnar öllum til að skoða. „Okkur finnst við geta birt laun fólks sem að eru birtar alveg niður á per manneskju sko og eru öllum aðgengilegar, en við erum einhvern veginn ótrúlega hrædd við það að birta svipaðar upplýsingar sem eru bara skiptar niður á þjóðerni. Ég skil ekki af hverju það er,“ segir hún. Hún segir fólk óttast að að birta slíkar upplýsingar myndi ala á einhvers konar fordómum. „En þú getur ekki kallað eitthvað fordóma sem eru bara upplýsingar og staðreyndir og tölfræði. Það er auðvitað bara að sækja sér þekkingu og gera upplýsingar aðgengilegar fyrir almenning. Þetta er auðvitað gamalkunn mantra og svona afsökun fyrir því að bara halda upplýsingum frá almenningi. Það sé gert til þess að verja almenning,“ segir Diljá. Þegar hún fór að senda fyrirspurnir eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa hafi nokkrir þingmenn Viðreisnar sagt að þeir væru almennt á móti því að ræða að það séu vandamál tengd útlendingum. „Mér fannst þetta bara ótrúleg viðbrögð, ég verð bara að segja það, því að auðvitað fylgja útlendingum áskoranir eins og öðrum.“
Innflytjendamál Fangelsismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira