Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2025 20:05 Kornþingið og spildudagurinn í Gunnarsholti var vel sóttur enda mikill hugur í kornbændum um góða uppskeru í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira