Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2025 19:58 Sævar Þór Sveinsson er viðskiptafræðingur og ritstjóri miðilsins Utan vallar. Vísir/@ghinfocus Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar. Fjárhættuspil Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Á Íslandi mega eingöngu fyrirtæki með sérleyfi frá stjórnvöldum bjóða upp á fjárhættuspil, svo sem spilakassa, happdrætti og íþróttaveðmál. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þar á meðal má eingöngu afla fjár til almannaheillar hér á landi. Einungis átta prósent hlutdeild Íslensk getspá er þannig eina félagið sem býður upp á íþróttaveðmál og rennur ágóði til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Þeir sem veðja geta valið sér íþróttafélag til að heita á og fær viðkomandi félag greiðslur fyrir. Á síðasta ári fengu félögin 318 milljónir fyrir. „Átta prósent af spilatekjum úr íþróttaveðmálum renna til Íslenskra getrauna. Með öðrum orðum, 92 prósent spilatekna renna úr landi til veðmálafyrirtækja sem hafa ekki leyfi til að starfa á Íslandi,“ segir Sævar Þór Sveinsson, ritstjóri miðilsins Utan vallar, þar sem hann fjallar um allt sem við kemur fjármálum í heimi íþróttanna. Taki upp starfsleyfi Hann veltir því fyrir sér hvort þarna séu íslensku félögin að verða af gríðarlegum tekjum. „Ég setti upp ímyndaðan raunveruleika þar sem ég gaf mér þær forsendur að við hættum með þetta sérleyfiskerfi og tækjum upp starfsleyfi. Þá gætu öll veðmálafyrirtæki starfað hér á landi samkvæmt lögum. Þessi starfsleyfi yrðu með því skilyrði að þau væru með sama áheitakerfi og lengjan er með. Miðað við þær forsendur, þá erum við að tala um tæpa fjóra milljarða króna sem hefðu mögulega geta runnið til íslenskra íþróttafélaga,“ segir Sævar. Mikið hark Starfsleyfisfyrirkomulagið hefur lengi verið til umræðu, en það fyrirkomulag tíðkast á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan í Noregi. Með því væri hægt að sækja auknar skatttekjur, og mögulega greiðslur til íþróttafélaganna. „Það er mikið hark í rekstrinum hjá langflestum íþróttafélögum á Íslandi. Þú þarft alveg að telja hverja einustu krónu. Ég held að íþróttafélögin væru alls ekki á móti því að fá meiri pening,“ segir Sævar.
Fjárhættuspil Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira