Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar 5. september 2025 08:02 Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir yfir eindregnum stuðningi við palestínsku þjóðina í þeim skelfilegu hörmungum sem að á henni dynja, og leggur sérstaka áherslu á samstöðu okkar við verkafólk í Palestínu sem þola þarf viðbjóðslega glæpi ólöglegs hernáms á hverjum degi. Við fordæmum harðlega þjóðarmorð Ísraela á Gaza og krefjumst tafarlausra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. Árásir ísraelska hersins á almenna borgara, börn, konur og menn, sem og sprengingar á spítölum, skólum og flóttamannabúðum, eru glæpir gegn mannkyni. Stjórn Eflingar lýsir yfir viðurstyggð á kerfisbundnum morðum Ísraela á heilbrigðisstarfsfólki og fréttamönnum á Gaza. Aftökurnar vekja hrylling allra sem fylgjast með fréttum af svæðinu og sýna með skýrum hætti einbeittan vilja morðingjanna til að vinna óafturkræfan skaða á palestínsku samfélagi. Þessi grimmdarverk eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn hefur lagt framgöngu Ísraela að jöfnu við þjóðarmorð og úrskurðað hersetu á palestínsku landi ólöglega. Efling krefst þess að íslensk stjórnvöld þrýsti af fullu afli á að glæpir Ísraela í Palestínu verði stöðvaðir án tafar. Binda verður enda á hernám Ísraela og tryggja rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna. Við hvetjum félagsfólk Eflingar og allan almenning til að mæta á samstöðufundinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum og er skipulagður af samráðshópnum Samstaða með Palestínu, sem Efling tekur virkan þátt í. Saman getum við sent skýr skilaboð til Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og heimsins alls: Þjóðarmorð verður ekki liðið. Réttlæti og friður verða að ráða för. Alexa Tracia PatriziGuðbjörg María JóepsdótturGuðmunda Valdís HelgadóttirHjörtur Birgir JóhönnusonIan Phillip McDonaldInnocentia FiatiKarla Esperanza Barralaga OconMichael Bragi WhalleyOlga LeonsdóttirRögnvaldur Ómar ReynissonSigurjón Ármann BjörnssonSólveig Anna JónsdóttirSæþór Benjamín RandalssonÞórir JóhannessonHöfundar eru stjórnarmenn í Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir yfir eindregnum stuðningi við palestínsku þjóðina í þeim skelfilegu hörmungum sem að á henni dynja, og leggur sérstaka áherslu á samstöðu okkar við verkafólk í Palestínu sem þola þarf viðbjóðslega glæpi ólöglegs hernáms á hverjum degi. Við fordæmum harðlega þjóðarmorð Ísraela á Gaza og krefjumst tafarlausra aðgerða af hálfu íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins. Árásir ísraelska hersins á almenna borgara, börn, konur og menn, sem og sprengingar á spítölum, skólum og flóttamannabúðum, eru glæpir gegn mannkyni. Stjórn Eflingar lýsir yfir viðurstyggð á kerfisbundnum morðum Ísraela á heilbrigðisstarfsfólki og fréttamönnum á Gaza. Aftökurnar vekja hrylling allra sem fylgjast með fréttum af svæðinu og sýna með skýrum hætti einbeittan vilja morðingjanna til að vinna óafturkræfan skaða á palestínsku samfélagi. Þessi grimmdarverk eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadómstóllinn hefur lagt framgöngu Ísraela að jöfnu við þjóðarmorð og úrskurðað hersetu á palestínsku landi ólöglega. Efling krefst þess að íslensk stjórnvöld þrýsti af fullu afli á að glæpir Ísraela í Palestínu verði stöðvaðir án tafar. Binda verður enda á hernám Ísraela og tryggja rétt flóttafólks til að snúa aftur til heimkynna sinna. Við hvetjum félagsfólk Eflingar og allan almenning til að mæta á samstöðufundinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn verður laugardaginn 6. september klukkan 14:00. Fundurinn er haldinn í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík og Egilsstöðum og er skipulagður af samráðshópnum Samstaða með Palestínu, sem Efling tekur virkan þátt í. Saman getum við sent skýr skilaboð til Alþingis, ríkisstjórnar Íslands og heimsins alls: Þjóðarmorð verður ekki liðið. Réttlæti og friður verða að ráða för. Alexa Tracia PatriziGuðbjörg María JóepsdótturGuðmunda Valdís HelgadóttirHjörtur Birgir JóhönnusonIan Phillip McDonaldInnocentia FiatiKarla Esperanza Barralaga OconMichael Bragi WhalleyOlga LeonsdóttirRögnvaldur Ómar ReynissonSigurjón Ármann BjörnssonSólveig Anna JónsdóttirSæþór Benjamín RandalssonÞórir JóhannessonHöfundar eru stjórnarmenn í Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar