Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar 4. september 2025 14:31 Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Leiftursókn ríkis gegn sveitarfélögum Ráðherrarnir tveir lögðu áherslu á að ekki væri þörf á frekari efnislegri umræðu, því þau væru jú einfaldlega búin að taka þessa ákvörðun. Í kjölfar fundarins, sem hafði verið auglýstur með örfárra klukkustunda fyrirvara, var skýrslan svo birt sem ráðherrarnir vilja meina að rökstyðji þessa öfgakenndu niðurstöðu. Sýndarsamráð Umrædd skýrsla er dagsett í júní 2025 en einhverra hluta vegna þá ákvað umhverfisráðuneytið að sýna ekki heilbrigðisnefndum og heilbrigðisfulltrúum skýrsluna fyrr en á blaðamannafundinum sjálfum sem haldinn var 2. september. Að sama skapi þá hefur almenningur ekki heldur fengið að kynna sér þessar röksemdafærslur fyrr en nú, jafnvel þótt afleiðingarnar myndu bitna verst á almenningi. Áform kynnt sem ákvörðun Í lýðræðisríkinu Íslandi er það Alþingi sem setur lög, jafnvel þótt ráðherrar spili þar lykilhlutverk. Enn á eftir að kynna áformin formlega og leggja lagafrumvarp fyrir þingið, svo það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru enn sem komið er einungis áform sem þarf að ræða en ekki frágengin ákvörðun. Reyndar má segja að þessi áform hafi verið til staðar lengi innan veggja umhverfisráðuneytisins en vandinn er sá að rökstuðningur og samráð við sérfræðinga hefur ekki tekist vel. Skiptir heilbrigðiseftirlit ekki máli? Til að sýna fram á mikilvægi heilbrigðiseftirlits má sem dæmi nefna uppgötvun ólöglegs matvælalagers í Sóltúni í Reykjavík haustið 2023. Íbúar í nágrenni höfðu kvartað yfir ólykt frá húsnæðinu, sem heilbrigðiseftirlitið rannsakaði jafnvel þótt engar upplýsingar væru um að matvæli kæmu þar við sögu. Þessi þjónusta við almenning er eitt af því sem myndi falla milli skips og bryggju í núverandi áformum ráðherra, sem virðast einungist snúa að leyfisskyldri starfsemi en ekki samfélaginu í heild sinni. Þjálfun er lykill að samræmingu Eitt helsta umkvörtunarefnið sem þessi áform eiga að leysa er skortur á samræmingu eftirlits. Þarna fer þó ekki alveg saman hljóð og mynd, því jafnvel eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur bent atvinnuvegaráðuneytinu á að til að uppfylla kröfur ESB sé ekki nauðsynlegt að leggja niður staðbundnu stjórnvöldin (heilbrigðiseftirlitið). Þá hefur umhverfisráðuneytið jafnframt áður reynt að afnema löggildingu heilbrigðisfulltrúa og þ.a.l. sérstakar menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef raunverulegur vilji væri til að auka samræmingu, þá væri eðlilegast að efla heilbrigðiseftirlit m.a. með því að auka kröfur til þjálfunar heilbrigðisfulltrúa. Tölvukerfi og aðra stoðþjónustu má svo einfaldlega útfæra og samræma innan ramma núverandi kerfis. Köstum ekki barninu út með baðvatninu Frá því umhverfisráðuneytið tók við málaflokki heilbrigðiseftirlits frá heilbrigðisráðuneytinu á 10. áratug síðustu aldar hafa margar skýrslur verið gerðar um mögulegar breytingar á kerfinu. Þrátt fyrir það hefur umhverfisráðuneytinu ekki enn tekist að móta skýra framtíðarsýn fyrir málaflokkinn, sem útskýrir kannski uppgjöfina sem felst í því að vilja einfaldlega leggja heilbrigðiseftirlit niður. Slík áform eru þó í raun fráleit, enda er um að ræða einn af lykilinnviðum íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kveðið á um í lögum síðan árið 1901 og hefur það markmið að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði. Góð samvinna er grundvöllur hagsældar Þótt ekki sé ástæða til að efast um vilja umræddra ráðherra til að bæta hagsæld landsmanna, þá sjá þeir sem þekkja til að upplýsingarnar sem settar hafa verið fram eru misvísandi. Þarna bera embættismenn og starfsmenn ráðuneytanna mikla ábyrgð og er óhætt að segja að vinnubrögðin undanfarna daga hafi ekki verið til fyrirmyndar. Almenningur treystir á heilbrigðiseftirlit í landinu og til að hægt sé að byggja upp betra kerfi ættu æðstu embættismenn að nálgast störf sín af auðmýkt, virðingu og síðast en ekki síst yfirvegun. Heilbrigðiseftirlit er samfélagsverkefni sem við megum ekki glutra frá okkur í óðagoti, enda byggir framtíð okkar m.a. á því að virða og vernda réttindi allra til heilnæms umhverfis. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun