„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 13:23 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira