„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2025 12:31 Alma Björk Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Vísir/Bjarni Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar. Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær var rætt við eigendur sportbarsins Ölvers þar sem þeir greindu frá því að frá og með næstu mánaðamótum yrðu engir spilakassar á staðnum. Sögðu þeir ákvörðunina tekna með hjartanu en ekki heilanum, þar sem reksturinn hafi gefið vel í aðra höndina í gegnum tíðina. Hins vegar sé það samfélagsleg ábyrgð þeirra að fjarlægja spilakassana. Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, fagnar framtaki Ölvers. „Þeir sýna siðferðislegt þrek og láta hagsmuni samfélagsins ráða för, frekar en eigin hagnaðarvon. Það sem ég tók sérstaklega eftir var hvað þeir voru heiðarlegir og einlægir um þennan rekstur,“ segir Alma. Einkaaðilum ofboðið Hún segir rekstur spilakassa ósiðlegan. „Það er ótrúlega sorglegt að horfa upp á að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg skuli ekki gera þetta sjálf. Heldur eru einkaaðilum í fyrirtækjarekstri ofboðið. Þeir eru búnir að fá nóg. Þeim finnst þetta ógeðfelld starfsemi,“ segir Alma en einingarnar þrjár eru með sérleyfi til reksturs spilakassa og reka kassana hér á landi. „Vissulega hefðum við viljað sjá þessar stofnanir og mannúðar- og samfélagssamtök taka af skarið, ekki einkaaðila í fyrirtækjarekstri. En við fögnum öllu.“ Endalok spilakassa Hún telur að fleiri staðir muni feta í fótspor Ölvers og að þetta sé upphafið á endalokum spilakassa á Íslandi. „Ætlar þú að sýna samfélagslega ábyrgð og láta fólkið í samfélaginu þig varða, eða ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ segir Alma. Spilafíkn sé alvarlegur sjúkdómur. „Til dæmis eins og börn spilafíkla. Þetta skerðir lífsgæði þeirra verulega. Þetta er mjög alvarlegt. Hjónaskilnaðir, brotnar fjölskyldur, atvinnuleysi, gjaldþrot. Það er áætlað að einn af hverjum fjórum spilafíklum íhugi, eða geri tilraun til sjálfsvígs. Þannig afleiðingarnar eru stórkostlegar.
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Sjá meira