Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar 4. september 2025 11:01 Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun