Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar 4. september 2025 11:01 Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Forsenda grósku í kvikmyndaiðnaði Íslensk kvikmyndagerð hefur sjaldan staðið sterkari en nú. Samkvæmt nýlegri úttekt Olsberg-SPI fyrir menningar- og viðskiptaráðuneytið skapaði endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar alls 237,9 milljarða króna í efnahagsleg áhrif á árunum 2019–2022. Nánast vikulega birtast fréttir um íslenskar kvikmyndir sem vinna til alþjóðlegra verðlauna. Á sama tíma og alþjóðleg stórverkefni á borð við True Detective: Night Country, Succession og Ódiseifskviða Christopher Nolan hafa verið tekin upp hér á landi. Íslenskt landslag, menning og fagfólk eru aðdráttarafl fyrir heiminn allan. Fólkið sem vinnur verkin Fjöldi starfa í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum hefur stóraukist á undanförnum árum. Á árunum 2019 til 2022 fjölgaði starfsfólki í greininni úr 530 í 769 og hefur heildarumfang greinarinnar tvöfaldast frá aldamótum. Meðaltekjur í greininni eru umtalsvert hærri en í öðrum atvinnugreinum, og störfin bjóða upp á skapandi umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika. En hvaðan kemur fólkið sem vinnur þessi störf? Kvikmyndaskóli Íslands hefur frá stofnun útskrifað yfir 600 manns. Samhliða starfsemi KÍ hafa Rafmennt og Stúdíó Sýrland rekið nám í kvikmyndatækni, þar sem árlega eru útskrifaðir 15 nemendur. Kvikmyndatækninámið og Kvikmyndaskólinn hafa nú sameinast í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum. Stór hluti útskriftarnemenda beggja skólastarfar nú við fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð, hér heima og erlendis. Meðal þeirra eru leikstjórar á borð við Valdimar Jóhannsson (Dýrið), Gunnar Björn Guðmundsson (Astrópía og Gauragangur) og Snævar Sölvi Sölvason (Ljósvíkingar). Þá hafa margir útskrifaðir nemendur hlotið Edduverðlaun fyrir störf sín í handritagerð, klippingu, kvikmyndatöku og framleiðslu. Skólinn er uppeldisstöð kvikmyndagerðarmanna sem leggja sitt af mörkum til ört vaxandi atvinnugreinar. Án fagfólksins úr Kvikmyndaskólanum, væri kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn talsvert minni og fátæklegri. Markviss endurbygging skólans Gjaldþrot Kvikmyndaskólans í vetur var mikið högg fyrir nemendur og starfsfólk skólans, en ekki síður fyrir íslenska kvikmyndagerð. Við hjá Rafmennt og Stúdíó Sýrlandi stigum inn í þá atburðarás; keytpum allar eignir þrotabúsins og héldum kennslu órofinni á vorönn. Í vor útskrifuðum við 21 nemanda úr skólanum og allflestir nemendur fyrsta árs halda námi sínu áfram á haustönn 2025. Við sögðum þá: „Stjórn Rafmenntar lítur á þetta sem tækifæri til að efla kvikmyndanám á Íslandi”. Síðan höfum við markvisst styrkt umgjörð námsins og gert skólann fjárhagslega sjálfbæran: Undirritaður var nýr samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið sem tryggir stuðning ríkisins við námið. Samningurinn byggir á sameiginlegri sýn Rafmenntar og ráðuneytis um að námið fari fram á 4. hæfnistigi framhaldsskóla. Menntasjóður námsmanna hefur staðfest lánshæfi námsins, sem tryggir nemendum möguleika á fjármögnun á skólagjöldum og uppihaldi. Skólagjöld hafa verið lækkuð um nánast helming til að gera námið aðgengilegra og stuðla að fjölbreyttari nemendahópi. Í húsnæði Stúdíó Sýrlands í Vatnagörðum hefur verið útbúin fullkomin aðstaða fyrir námið; fullbúin myndver, klippisvítur, bíósalur, hljóðvinnslu- og kennslurými sem standast samanburð við það sem best gerist í kvikmyndaskólum heimsins. Ráðnir hafa verið nýir stjórnendur fagsviða. Þorsteinn Bachmann, Þórunn Clausen, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney – allt þrautreynt fagfólk og kennarar. Þá hafa nemendur aðgang að ríkulegum tækjakosti, sem er sá sami og notaður er í framleiðslu auglýsinga, sjónvarpsþátta og kvikmynda. Kennsla hefst 8. september Kennsla hefst mánudaginn 8. september. Enn eru örfá sæti laus fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð og gerast hluti af lifandi og öflugu skólasamfélagi. Höfundur er skólameistari Rafmenntar og Kvikmyndaskóla Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun