Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar 4. september 2025 08:00 Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur um árabil verið eitt helsta viðfangsefni efnahagsumræðunnar vegna þess að óstöðugur húsnæðismarkaður hefur verið helsta rót verðbólgu og hárra vaxta. Skortur á framboði, hátt verð og erfiðleikar ungs fólks við að komast inn á markaðinn eru einkenni sem hafa hamlað vexti og dregið úr lífsgæðum. Samtök iðnaðarins, sem fara fyrir hagsmunum fjölbreytts hóps fyrirtækja, þar á meðal í byggingariðnaði, hafa lengi kallað eftir markvissum og heildstæðum aðgerðum til að skapa heilbrigðan og fyrirsjáanlegan húsnæðismarkað. Það er ekki nóg að einblína á eitt atriði heldur liggur lausnin í heildstæðri nálgun með það að markmiði að skapa stöðugleika til langs tíma. Sjónarmið SI byggja á þeirri grundvallarhugsun að rót vandans sé viðvarandi skortur á framboði íbúðarhúsnæðis miðað við eftirspurn til viðbótar við óviðunandi sveiflukennt rekstrarumhverfi byggingariðnaðar. Lausnin til framtíðar felst því ekki í skammtímalausnum eða inngripum sem skekkja markaðinn, heldur í að skapa skilyrði fyrir aukna og stöðuga uppbyggingu. Hér eru helstu aðgerðir sem SI hafa lagt áherslu á og kalla á samhent átak ríkis, sveitarfélaga og iðnaðarins. Lækkun byggingarkostnaðar Hár byggingarkostnaður á Íslandi er stór þáttur í háu íbúðaverði. SI telja að hægt sé að lækka hann með markvissum aðgerðum stjórnvalda og iðnaðarins sjálfs. Endurskoðun skatta og gjalda: Samtökin hafa bent á að hækkandi opinber gjöld, svo sem lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna á verkstað, lóðagjöld og -verð, hækkun gatnagerðargjalda og ýmsir innviðaskattar sveitarfélaga, vegi þungt í heildarkostnaði og auki kostnað. Af þeim sökum er brýnt að stjórnvöld endurskoði frá grunni það regluverk sem veitir sveitarfélögum heimildir til gjaldtöku við húsnæðisuppbyggingu, með það að markmiði að tryggja gagnsæi, fyrirsjáanleika og hófsemi. Þetta er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Einföldun byggingarreglugerðar: Íslensk byggingarreglugerð er talin flókin og á köflum verulega íþyngjandi. SI hafa hvatt til þess að hún verði endurskoðuð með það að markmiði að einfalda hana, auka sveigjanleika og stuðla að nýsköpun án þess að gefa afslátt af öryggis- og gæðakröfum. Eftirlit þarf að vera skilvirkt og skila raunverulegum árangri. Byggingarreglugerð er til endurskoðunar en ráðherra málaflokksins ber ábyrgð á þeirri vinnu. Auka framboð með skilvirkara skipulagi og lóðaúthlutun Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu verði og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum. Hraðari málsmeðferð: SI hafa kallað eftir því að sveitarfélög einfaldi og hraði verulega öllu ferli sem snýr að skipulagsmálum og útgáfu leyfa. Tafir í kerfinu auka kostnað, skapa óvissu fyrir verktaka og draga úr framboði. Langtímasýn í skipulagi: Nauðsynlegt er að sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafi skýra og metnaðarfulla langtímaáætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Tryggja þarf að ávallt sé til nægjanlegt magn af byggingarhæfum lóðum til að mæta fyrirséðri þörf næstu 5-15 árin. Sem dæmi má taka að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins byggir á nær 15 ára gömlum forsendum og greiningum en fólksfjölgun á svæðinu er langt umfram áætlanir. Það ætti að hafa kallað á endurskoðun svæðisskipulagsins fyrir löngu síðan en af því hefur ekki orðið enn. Samræming og einföldun: Kallað hefur verið eftir aukinni samræmingu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja að markmið í húsnæðismálum séu sameiginleg og aðgerðir styðji hver við aðra. Samhæfa þarf vinnubrögð og ferla t.d. hjá byggingarfulltrúum og efla þarf samstarf stofnanna ríkisins og sveitarfélaga. Þannig er hægt að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu og ósamræmi í vinnubrögðum og bæta þjónustu og gæði. Stöðugleiki og langtímasýn Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið of sveiflukennd sem skapar óvissu, leiðir til þenslu á ákveðnum tímum og stöðnunar á öðrum. Þjóðarsátt um húsnæðismál: SI hafa kallað eftir þverpólitískri sátt og gerð langtíma húsnæðisáætlunar fyrir landið allt. Slík áætlun þarf að byggja á raunhæfri þarfagreiningu og setja þarf fram skýr, mælanleg markmið um uppbyggingu til margra ára. Þetta þýðir með öðrum orðum að ríkisstjórnin taki ábyrgð á málaflokknum, leiði stefnumörkun og tryggi að sveitarfélög geri sitt til að stuðla að stöðugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Fyrirsjáanlegt efnahagsumhverfi: Stöðugt efnahagslíf með lágri verðbólgu og lægri vöxtum er forsenda fyrir heilbrigðum húsnæðismarkaði. Það auðveldar bæði fjármögnun framkvæmda og greiðslubyrði almennings. Ástæða hárrar verðbólgu og vaxta má um þessar mundir að stórum hluta rekja til framboðsskorts á íbúðum og kerfislegra vandamála á íbúðarmarkaði undanfarin ár. Háir vextir eru ekki gott tæki til þess að taka á verðbólgu sem myndast af þessum ástæðum. Byggingaraðilar bera líka ábyrgð: Til að koma á stöðugleika og bættum húsnæðismarkaði þarf ekki aðeins aðgerðir frá ríki og sveitarfélögum. Iðnaðurinn ber einnig ríka ábyrgð þegar kemur að því að standa við sínar áætlanir um uppbyggingu og tryggja gæði. Hann þarf að leggja sitt af mörkum til að tryggja uppbyggingu sem mætir þörfum og kröfum kaupenda. Húsnæðismarkaðurinn er lykill að samkeppnishæfni Frá sjónarhóli Samtaka iðnaðarins er húsnæðismarkaðurinn ekki einangrað fyrirbæri. Hann er nátengdur samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og góðum lífskjörum almennings. Skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði hamlar fyrirtækjum að laða til sín hæft starfsfólk, bæði innlent og erlent og dregur úr lífsgæðum almennings. Skorturinn ýtir undir launakröfur í kjarasamningum og dregur úr kaupmætti. Aðgerðir til úrbóta eru því ekki aðeins velferðarmál heldur brýnt hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. Lausnin, að mati SI, er skýr: Að skapa skilyrði fyrir stöðugt og aukið framboð húsnæðis með samstilltu átaki stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Þannig byggjum við grunn að heilbrigðum markaði og sterkari lífskjörum til framtíðar. Höfundur er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur um árabil verið eitt helsta viðfangsefni efnahagsumræðunnar vegna þess að óstöðugur húsnæðismarkaður hefur verið helsta rót verðbólgu og hárra vaxta. Skortur á framboði, hátt verð og erfiðleikar ungs fólks við að komast inn á markaðinn eru einkenni sem hafa hamlað vexti og dregið úr lífsgæðum. Samtök iðnaðarins, sem fara fyrir hagsmunum fjölbreytts hóps fyrirtækja, þar á meðal í byggingariðnaði, hafa lengi kallað eftir markvissum og heildstæðum aðgerðum til að skapa heilbrigðan og fyrirsjáanlegan húsnæðismarkað. Það er ekki nóg að einblína á eitt atriði heldur liggur lausnin í heildstæðri nálgun með það að markmiði að skapa stöðugleika til langs tíma. Sjónarmið SI byggja á þeirri grundvallarhugsun að rót vandans sé viðvarandi skortur á framboði íbúðarhúsnæðis miðað við eftirspurn til viðbótar við óviðunandi sveiflukennt rekstrarumhverfi byggingariðnaðar. Lausnin til framtíðar felst því ekki í skammtímalausnum eða inngripum sem skekkja markaðinn, heldur í að skapa skilyrði fyrir aukna og stöðuga uppbyggingu. Hér eru helstu aðgerðir sem SI hafa lagt áherslu á og kalla á samhent átak ríkis, sveitarfélaga og iðnaðarins. Lækkun byggingarkostnaðar Hár byggingarkostnaður á Íslandi er stór þáttur í háu íbúðaverði. SI telja að hægt sé að lækka hann með markvissum aðgerðum stjórnvalda og iðnaðarins sjálfs. Endurskoðun skatta og gjalda: Samtökin hafa bent á að hækkandi opinber gjöld, svo sem lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu iðnaðarmanna á verkstað, lóðagjöld og -verð, hækkun gatnagerðargjalda og ýmsir innviðaskattar sveitarfélaga, vegi þungt í heildarkostnaði og auki kostnað. Af þeim sökum er brýnt að stjórnvöld endurskoði frá grunni það regluverk sem veitir sveitarfélögum heimildir til gjaldtöku við húsnæðisuppbyggingu, með það að markmiði að tryggja gagnsæi, fyrirsjáanleika og hófsemi. Þetta er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Einföldun byggingarreglugerðar: Íslensk byggingarreglugerð er talin flókin og á köflum verulega íþyngjandi. SI hafa hvatt til þess að hún verði endurskoðuð með það að markmiði að einfalda hana, auka sveigjanleika og stuðla að nýsköpun án þess að gefa afslátt af öryggis- og gæðakröfum. Eftirlit þarf að vera skilvirkt og skila raunverulegum árangri. Byggingarreglugerð er til endurskoðunar en ráðherra málaflokksins ber ábyrgð á þeirri vinnu. Auka framboð með skilvirkara skipulagi og lóðaúthlutun Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu verði og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum. Hraðari málsmeðferð: SI hafa kallað eftir því að sveitarfélög einfaldi og hraði verulega öllu ferli sem snýr að skipulagsmálum og útgáfu leyfa. Tafir í kerfinu auka kostnað, skapa óvissu fyrir verktaka og draga úr framboði. Langtímasýn í skipulagi: Nauðsynlegt er að sveitarfélög, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hafi skýra og metnaðarfulla langtímaáætlun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Tryggja þarf að ávallt sé til nægjanlegt magn af byggingarhæfum lóðum til að mæta fyrirséðri þörf næstu 5-15 árin. Sem dæmi má taka að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins byggir á nær 15 ára gömlum forsendum og greiningum en fólksfjölgun á svæðinu er langt umfram áætlanir. Það ætti að hafa kallað á endurskoðun svæðisskipulagsins fyrir löngu síðan en af því hefur ekki orðið enn. Samræming og einföldun: Kallað hefur verið eftir aukinni samræmingu milli ríkis og sveitarfélaga til að tryggja að markmið í húsnæðismálum séu sameiginleg og aðgerðir styðji hver við aðra. Samhæfa þarf vinnubrögð og ferla t.d. hjá byggingarfulltrúum og efla þarf samstarf stofnanna ríkisins og sveitarfélaga. Þannig er hægt að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu og ósamræmi í vinnubrögðum og bæta þjónustu og gæði. Stöðugleiki og langtímasýn Uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið of sveiflukennd sem skapar óvissu, leiðir til þenslu á ákveðnum tímum og stöðnunar á öðrum. Þjóðarsátt um húsnæðismál: SI hafa kallað eftir þverpólitískri sátt og gerð langtíma húsnæðisáætlunar fyrir landið allt. Slík áætlun þarf að byggja á raunhæfri þarfagreiningu og setja þarf fram skýr, mælanleg markmið um uppbyggingu til margra ára. Þetta þýðir með öðrum orðum að ríkisstjórnin taki ábyrgð á málaflokknum, leiði stefnumörkun og tryggi að sveitarfélög geri sitt til að stuðla að stöðugri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Fyrirsjáanlegt efnahagsumhverfi: Stöðugt efnahagslíf með lágri verðbólgu og lægri vöxtum er forsenda fyrir heilbrigðum húsnæðismarkaði. Það auðveldar bæði fjármögnun framkvæmda og greiðslubyrði almennings. Ástæða hárrar verðbólgu og vaxta má um þessar mundir að stórum hluta rekja til framboðsskorts á íbúðum og kerfislegra vandamála á íbúðarmarkaði undanfarin ár. Háir vextir eru ekki gott tæki til þess að taka á verðbólgu sem myndast af þessum ástæðum. Byggingaraðilar bera líka ábyrgð: Til að koma á stöðugleika og bættum húsnæðismarkaði þarf ekki aðeins aðgerðir frá ríki og sveitarfélögum. Iðnaðurinn ber einnig ríka ábyrgð þegar kemur að því að standa við sínar áætlanir um uppbyggingu og tryggja gæði. Hann þarf að leggja sitt af mörkum til að tryggja uppbyggingu sem mætir þörfum og kröfum kaupenda. Húsnæðismarkaðurinn er lykill að samkeppnishæfni Frá sjónarhóli Samtaka iðnaðarins er húsnæðismarkaðurinn ekki einangrað fyrirbæri. Hann er nátengdur samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og góðum lífskjörum almennings. Skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði hamlar fyrirtækjum að laða til sín hæft starfsfólk, bæði innlent og erlent og dregur úr lífsgæðum almennings. Skorturinn ýtir undir launakröfur í kjarasamningum og dregur úr kaupmætti. Aðgerðir til úrbóta eru því ekki aðeins velferðarmál heldur brýnt hagsmunamál fyrir allt íslenskt samfélag. Lausnin, að mati SI, er skýr: Að skapa skilyrði fyrir stöðugt og aukið framboð húsnæðis með samstilltu átaki stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Þannig byggjum við grunn að heilbrigðum markaði og sterkari lífskjörum til framtíðar. Höfundur er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar