Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 15:45 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn. Reykjavíkurborg Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir handritið „Flóttinn á norðurhjarann“ við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfundar. Verðlaunahandritið kemur út hjá Forlaginu í næsta mánuði. Alls bárust 71 handrit undir dulnefni í ár, og bar handrit Nönnu sigur úr býtum en Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti henni verðlaunin, og minntist í athöfninni Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Reyndur höfundur skrifar fyrstu barnabókina Nanna Rögnvaldardóttir hefur skrifað fjölda bóka um matargerð og matarsögu, þar á meðal stórvirkið Matarást sem var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Einnig hefur hún skrifað bækur um íslenska matargerð á ensku. Nanna Rögnvaldar hóf að gefa út skáldskap fyrir ekki svo löngu síðan.Reykjavíkurborg Fyrsta skáldsaga Nönnu, Valskan, kom út árið 2023 en frásögnina byggði hún á lífi formóður sinnar og fléttaði þar saman heimildum og skáldskap svo úr varð saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir. Hún sendi síðan frá sér sögulegu glæpasöguna Þegar sannleikurinn sefur í fyrra. Sagan gerist á hvömmum og byggir atburðarás hennar lauslega á þekktu morðmáli frá árinu 1704. Sjálfstætt framhald bókarinnar er væntanlegt í haust. Nanna er jafnframt ötull þýðandi og starfaði lengi við bókaútgáfu hjá Iðunni og Forlaginu. „Þessi viðurkenning er mér mjög dýrmæt, ekki aðeins vegna þess að ég þekkti Guðrúnu, kom að sumum bóka hennar á vinnslustigi og mat hana ætíð mikils, heldur einnig vegna þess að sagan mér tækifæri á að fjalla um tímabil sem er mér afar hugleikið frá nýju sjónarhorni – séð með augum barns sem þarf að takast á við ótrúlega erfiðar aðstæður en upplifir líka gleði, spennu og ást,“ sagði Nanna um verðlaunin. Flóttinn á norðurhjarann Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum. Söguhetjan er tólf ára gömul stúlka í upphafi sögunnar og er hún alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. „Aðalpersónan, Solla, var formóðir mín og það gerði söguna enn mikilvægari fyrir mér,“ segir Nanna. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn.Reykjavíkurborg Þorgeir Ólafsson, Ragnheiður Gestsdóttir og Jónella Sigurjónsdóttir sátu í þriggja manna dómnefnd verðlaunanna og var einróma álit dómnefndar að handrit Nönnu væri best. „Sagan er vel skrifað á góðu máli sem ekki er fornlegt eða stirt þrátt fyrir að sagan gerist fyrir meira en tvö hundruð árum. Sögupersónur eru vel skapaðar og trúverðugar og við kynnumst þeim þegar sögunni vindur fram og þær þurfa að bregðast við margvíslegum raunumm,“ segir í umsögn dómnefndar. Bókmenntir Reykjavík Tengdar fréttir Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. 12. september 2024 18:17 Kamilla sópar til sín verðlaunum á ýmsum sviðum Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru afhent í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Kamilla Kjerúlf lögfræðingur hlaut verðlaunin en hún bar sigur úr bítum fyrir handritið Leyndardómar draumaríkisins. 7. september 2023 15:11 Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. 11. mars 2022 11:46 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfundar. Verðlaunahandritið kemur út hjá Forlaginu í næsta mánuði. Alls bárust 71 handrit undir dulnefni í ár, og bar handrit Nönnu sigur úr býtum en Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, afhenti henni verðlaunin, og minntist í athöfninni Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Reyndur höfundur skrifar fyrstu barnabókina Nanna Rögnvaldardóttir hefur skrifað fjölda bóka um matargerð og matarsögu, þar á meðal stórvirkið Matarást sem var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Einnig hefur hún skrifað bækur um íslenska matargerð á ensku. Nanna Rögnvaldar hóf að gefa út skáldskap fyrir ekki svo löngu síðan.Reykjavíkurborg Fyrsta skáldsaga Nönnu, Valskan, kom út árið 2023 en frásögnina byggði hún á lífi formóður sinnar og fléttaði þar saman heimildum og skáldskap svo úr varð saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir. Hún sendi síðan frá sér sögulegu glæpasöguna Þegar sannleikurinn sefur í fyrra. Sagan gerist á hvömmum og byggir atburðarás hennar lauslega á þekktu morðmáli frá árinu 1704. Sjálfstætt framhald bókarinnar er væntanlegt í haust. Nanna er jafnframt ötull þýðandi og starfaði lengi við bókaútgáfu hjá Iðunni og Forlaginu. „Þessi viðurkenning er mér mjög dýrmæt, ekki aðeins vegna þess að ég þekkti Guðrúnu, kom að sumum bóka hennar á vinnslustigi og mat hana ætíð mikils, heldur einnig vegna þess að sagan mér tækifæri á að fjalla um tímabil sem er mér afar hugleikið frá nýju sjónarhorni – séð með augum barns sem þarf að takast á við ótrúlega erfiðar aðstæður en upplifir líka gleði, spennu og ást,“ sagði Nanna um verðlaunin. Flóttinn á norðurhjarann Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum. Söguhetjan er tólf ára gömul stúlka í upphafi sögunnar og er hún alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. „Aðalpersónan, Solla, var formóðir mín og það gerði söguna enn mikilvægari fyrir mér,“ segir Nanna. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti Nönnu verðlaunin við hátíðlega athöfn.Reykjavíkurborg Þorgeir Ólafsson, Ragnheiður Gestsdóttir og Jónella Sigurjónsdóttir sátu í þriggja manna dómnefnd verðlaunanna og var einróma álit dómnefndar að handrit Nönnu væri best. „Sagan er vel skrifað á góðu máli sem ekki er fornlegt eða stirt þrátt fyrir að sagan gerist fyrir meira en tvö hundruð árum. Sögupersónur eru vel skapaðar og trúverðugar og við kynnumst þeim þegar sögunni vindur fram og þær þurfa að bregðast við margvíslegum raunumm,“ segir í umsögn dómnefndar.
Bókmenntir Reykjavík Tengdar fréttir Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. 12. september 2024 18:17 Kamilla sópar til sín verðlaunum á ýmsum sviðum Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru afhent í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Kamilla Kjerúlf lögfræðingur hlaut verðlaunin en hún bar sigur úr bítum fyrir handritið Leyndardómar draumaríkisins. 7. september 2023 15:11 Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. 11. mars 2022 11:46 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. 12. september 2024 18:17
Kamilla sópar til sín verðlaunum á ýmsum sviðum Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru afhent í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Kamilla Kjerúlf lögfræðingur hlaut verðlaunin en hún bar sigur úr bítum fyrir handritið Leyndardómar draumaríkisins. 7. september 2023 15:11
Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. 11. mars 2022 11:46