Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2025 16:00 Craig Pedersen einu sinni sem oftar ánægður með Ægi sem hefur spilað 83 landsleiki fyrir Kanadamanninn. Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, varð í gær aðeins fimmtándi körfuboltamaðurinn sem nær að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. Ægir átti fínan leik alveg eins og í leik 99. Hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar í leiknum em Ægir hitti úr fjórum af fimm skotum sínum. Hann var samanlagt með sextán stig og tíu stoðsendingar í landsleikjum 99 og 100. Hér fyrir neðan má sjá nokkra athyglisverða tölfræðipunkta um landsliðsferil Ægis til þessa. Vísir/Hulda Margrét Ægir og landsleikirnir hundrað 5108 - Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína og úti í Kína 9. september 2011. Hann skoraði fjögur stig í fjórtán stiga tapi. Síðan eru liðnir 5108 dagar eða þrettán ár, ellefu mánuðir og 25 dagar. 470 - Ægir hefur alls skorað 470 stig í landsleikjunum hundrað eða 4,7 stig að meðaltali í leik. Hann er samanlagt með 47 þriggja stiga körfur. 83 - Leikir fyrir Craig Pedersen en hann spilaði þrettán fyrir Peter Öqvist og fjóra fyrir Pétur Má Sigurðsson. 70 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki með Elvari Má Friðrikssyni en þeir hafa nú spilað sjötíu landsleiki saman. Hann hefur spilað 64 landsleiki með Tryggva Snæ Hlinasyni og 63 landsleiki með Martin Hermannssyni. 60 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki sína í treyju númer þrjú eða sextíu af þeim. Hann hefur spilað tuttugu landsleiki í treyju númer þrettán, ellefu landsleiki í treyju númer 20, átta landsleiki í treyju númer tíu og einn landsleik í treyju númer tólf. 35 - Ægir hefur verið verið í byrjunarliðinu í tveimur síðustu leikjum Íslands á EM sem þýðir að hann hefur byrjað alls 35 landsleiki á ferlinum. Ægir var fyrst í byrjunarliðinu á móti Slóvakíu í ágúst 2012. Vísir/Hulda Margrét 34% - Ægir hefur verið í sigurliði í 34 af leikjunum 100 sem gerir 34 prósent sigurhlutfall. 32 - Ægir hefur verið fyrirliði landsliðsins í 32 leikjum en hann var fyrst fyrirliði landsliðsins í leik á móti Eistlandi í júlí 2021. Hann hefur síðan verið fyrirliði í öllum landsleiikjum sínum frá því í nóvember 2021. 29 - Aðeins 29 af þesssum hundrað landsleikjum hafa verið vináttulandleikir og hefur Ægir því spilað 71 keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. 27 - Ægir hefur mest skorað 27 stig í einum leik en það var á móti San Marínó á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í maí 2013. Ægir hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 21 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki í einu húsi í Laugardalshöllinni eða alls 21 leik. 15. - Ægir er sá fimmtándi sem nær því að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands. Næstur á undan honum var Jón Arnór Stefánsson í febrúar 2019. 14 - Þetta er fjórtánda landsliðsár Ægis, það hann hefur spilað landsleik á fjórtán árum. Hans fyrsta ár var 2011 og Ægir hefur spilað landsleik á öllum árum síðan þá nema árið 2014. 13 - Ægir hefur skorað tíu stiga eða meira í þrettán leikjum og alls sjö sinnum fimmtán stig eða meira. Hann hefur skorað fimm stig eða meira í fjörutíu landsleikjum. 9 - Ægir hefur spilað landsleiki sem leikmaður níu félaga en flesta þeirra sem leikmaður Stjörnunnar eða 32. Hann hefur einnig spilað landsleiki sem leikmaður Sundsvall (15), Fjölnis (13), Burgos (13), Penas Huesca (8), CB Lucentum Alicante 8), Gipuzkoa Basket (5), Newberry (4) og Tau Castelló (2). 8 - Ægir hefur mest gefið átta stoðsendingar í einum leik en því náði hann tvisvar. Fyrst á móti Andorrra 2015 og svo á móti Slóveníu 2020. Hann hefur einnig mest náð átta fráköstum í einum landsleik en það var á móti Kósovó 2020. 7 - Ægir hefur spilað flest landsleiki gegn Belgum eða sjö. Hann hefur spilað sex sinum við ítala og Ungverja og fimm sinnum á móti bæði Svartfjallalandi og Póllandi. Ægir hefur alls mætt 35 þjóðum sem leikmaður Íslands. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Ægir átti fínan leik alveg eins og í leik 99. Hann var með 9 stig og 5 stoðsendingar í leiknum em Ægir hitti úr fjórum af fimm skotum sínum. Hann var samanlagt með sextán stig og tíu stoðsendingar í landsleikjum 99 og 100. Hér fyrir neðan má sjá nokkra athyglisverða tölfræðipunkta um landsliðsferil Ægis til þessa. Vísir/Hulda Margrét Ægir og landsleikirnir hundrað 5108 - Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína og úti í Kína 9. september 2011. Hann skoraði fjögur stig í fjórtán stiga tapi. Síðan eru liðnir 5108 dagar eða þrettán ár, ellefu mánuðir og 25 dagar. 470 - Ægir hefur alls skorað 470 stig í landsleikjunum hundrað eða 4,7 stig að meðaltali í leik. Hann er samanlagt með 47 þriggja stiga körfur. 83 - Leikir fyrir Craig Pedersen en hann spilaði þrettán fyrir Peter Öqvist og fjóra fyrir Pétur Má Sigurðsson. 70 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki með Elvari Má Friðrikssyni en þeir hafa nú spilað sjötíu landsleiki saman. Hann hefur spilað 64 landsleiki með Tryggva Snæ Hlinasyni og 63 landsleiki með Martin Hermannssyni. 60 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki sína í treyju númer þrjú eða sextíu af þeim. Hann hefur spilað tuttugu landsleiki í treyju númer þrettán, ellefu landsleiki í treyju númer 20, átta landsleiki í treyju númer tíu og einn landsleik í treyju númer tólf. 35 - Ægir hefur verið verið í byrjunarliðinu í tveimur síðustu leikjum Íslands á EM sem þýðir að hann hefur byrjað alls 35 landsleiki á ferlinum. Ægir var fyrst í byrjunarliðinu á móti Slóvakíu í ágúst 2012. Vísir/Hulda Margrét 34% - Ægir hefur verið í sigurliði í 34 af leikjunum 100 sem gerir 34 prósent sigurhlutfall. 32 - Ægir hefur verið fyrirliði landsliðsins í 32 leikjum en hann var fyrst fyrirliði landsliðsins í leik á móti Eistlandi í júlí 2021. Hann hefur síðan verið fyrirliði í öllum landsleiikjum sínum frá því í nóvember 2021. 29 - Aðeins 29 af þesssum hundrað landsleikjum hafa verið vináttulandleikir og hefur Ægir því spilað 71 keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. 27 - Ægir hefur mest skorað 27 stig í einum leik en það var á móti San Marínó á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í maí 2013. Ægir hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. 21 - Ægir hefur spilað flesta landsleiki í einu húsi í Laugardalshöllinni eða alls 21 leik. 15. - Ægir er sá fimmtándi sem nær því að spila hundrað landsleiki fyrir Íslands. Næstur á undan honum var Jón Arnór Stefánsson í febrúar 2019. 14 - Þetta er fjórtánda landsliðsár Ægis, það hann hefur spilað landsleik á fjórtán árum. Hans fyrsta ár var 2011 og Ægir hefur spilað landsleik á öllum árum síðan þá nema árið 2014. 13 - Ægir hefur skorað tíu stiga eða meira í þrettán leikjum og alls sjö sinnum fimmtán stig eða meira. Hann hefur skorað fimm stig eða meira í fjörutíu landsleikjum. 9 - Ægir hefur spilað landsleiki sem leikmaður níu félaga en flesta þeirra sem leikmaður Stjörnunnar eða 32. Hann hefur einnig spilað landsleiki sem leikmaður Sundsvall (15), Fjölnis (13), Burgos (13), Penas Huesca (8), CB Lucentum Alicante 8), Gipuzkoa Basket (5), Newberry (4) og Tau Castelló (2). 8 - Ægir hefur mest gefið átta stoðsendingar í einum leik en því náði hann tvisvar. Fyrst á móti Andorrra 2015 og svo á móti Slóveníu 2020. Hann hefur einnig mest náð átta fráköstum í einum landsleik en það var á móti Kósovó 2020. 7 - Ægir hefur spilað flest landsleiki gegn Belgum eða sjö. Hann hefur spilað sex sinum við ítala og Ungverja og fimm sinnum á móti bæði Svartfjallalandi og Póllandi. Ægir hefur alls mætt 35 þjóðum sem leikmaður Íslands.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira