Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2025 09:37 Það er óhætt að segja að Jón Þór og Einar Örn séu fullkomlega ósammála um framtíðarhorfur Play. „Ég er almennt ekki vanur að svara einhverju svona sem fólk segir um félagið okkar út um bæinn. Maður hefði þá ekki annað að gera. En þetta tal í þessum manni var svo yfirgengilegt að það var nú ekki hjá því komist að bregðast við.“ Þetta sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun, spurður um orð formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði lítið úr framtíð Play í Bítinu í gærmorgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt í fyrsta lagi að fólk átti sig á því að þessi maður er starfsmaður Icelandair og formaður í flugmannafélaginu þeirra. Það er að segja þetta eru næstum því bara Icelandair starfsmenn í þessu Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, þó það séu vissulega líka einhverjir flugmenn frá Atlanta og kannski eitthvað örlítið meira,“ sagði Einar Örn. Sagði hann þannig um að ræða sömu stöðu og ef starfsmaður Bónus væri að tjá sig um Krónuna, eða starfsmaður Landsbankans að segja að Kvika væri að fara á hausinn. Taka þyrfti ummælunum í því ljósi að „hér er maður sem virðist nú vera svolítið vanstilltur að hrauna yfir samkeppnisaðila vinnuveitanda síns“. Einar Örn sagðist hins vegar ekki átta sig á því hvort ummælin hefðu verið látin falla með samþykki Icelandair eða félaga formannsins, Jóns Þórs Þorvaldssonar, í FÍA. Ef hann hefði eitthvað með málið að gera hefði hann verulegar áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem „hagaði sér með þessum hætti“. „Örvæntingafullt“ útspil Jón Þór var afar gagnrýnin á Play í gærmorgun, meðal annars á það hvernig starfsmannamálum væri háttað. „Þarna eru fjárfestar lokkaðir að stofnun þessa félags, meðal annars lífeyrissjóðirnir, á þeim forsendum að það standi til að fara í félagsleg undirboð, hlækka laun um 19 til 37 prósent og rýra kjör þeirra sem munu starfa hjá félaginu. Þetta átti að vera íslenskt flugfélag með tengihöfn á Íslandi, íslenskar áhafnir og allt þetta. Þetta átti að ganga svolítið í augun á okkur Íslendingum, að fá nýtt flugfélag. Ekki misskilja mig, ég fagna samkeppni. Við viljum samkeppni en það þarf þá að vera eftir sömu leikreglum. Við getum ekki farið í fótboltaleik og einn mætir í takkaskóm en hinn á fjórhjóli,“ sagði Jón Þór. Hann benti á að nú stæði til að skila flugrekstrarleyfi Play á Íslandi. Verið væri að flytja félagið úr landi og ekki væri hægt að lesa annað úr ársreikningum þess en að það stefndi í þrot. Einar Örn vildi hins vegar meina að meira og minna allt sem Jón Þór hefði sagt, hefði verið rangt og vitleysa. Það að íslenska flugrekstrarleyfinu yrði skilað þýddi ekki að félagið væri að fara á hausinn. „[Félagið] var þvert á móti, fyrir fáeinum dögum, að tilkynna um fjármögnun upp á tæplega þrjá milljarða króna og fyrst yfirlýsing frá þeim og síðan þetta viðtal kemur beint í kjölfarið á því. Og mér finnst það hljóma svolítið örvæntingafullt hjá þeim; þeir hafa kannski haldið að fjármögnunin sem við höfum sagt að við ætluðum að fara í myndi ekki ganga og voru sjálfsagt að vonast til að þannig færi. Svo kemur þetta örvæntingafulla heróp frá þeim í kjölfarið á okkar tilkynningu um að fjármögnun sé lokið,“ segir Einar Örn. Tal um gjaldþrot Play á þessum tímapunkti hljómi furðulega „í eyrum allra sem eitthvað skilja“. „Núna eru menn bara komnir úr skotgröfunum“ Einar Örn sagði Jón Þór annað hvort ekki hafa kynnt sér málin eða fara vísvitandi með rangt mál, til að mynda þegar hann talaði um að flugmiðar hefðu verið seldir í flug sem yrðu aldrei flogin. „Hann er bara að reyna að skapa einhverja vantrú á Play, sínum vinniveitanda til hagsbóta en okkur til tjóns,“ sagði Einar Örn. Spurður um mál flugmanna félagsins, sagði hann þeim hafa verið neitað um inngöngu í FÍA á sínum tíma. Félagið talaði þannig alls ekki fyrir þá. Einar Örn velti því upp hvort ummæli Jóns Þórs væru liður í kjarabaráttu flugmanna FÍA við Icelandair. Play væri nýbúið að gera kjarasamning við eigin áhafnir. „Mér finnst það reyndar ekkert ótrúlegt en ég ætla ekkert að úttala mig um það hér,“ svaraði Einar Örn, spurður að því hvort Play myndi grípa til aðgerða vegna orða Jóns Þórs. En hvað varðar neytendur; verður Play áfram til og mun Play fljúga áfram frá Íslandi og til Evrópu? Einar Örn sagði áætlanir félagsins hafa legið fyrir, varðandi það til dæmis að draga saman í Norður-Atlantshafsfluginu og einbeita sér að sólarlandaferðum. Nýir áfangastaðir fyrir næsta sumar yrðu kynntir á næstunni. „Það er okkar markmið að vera áfram félagið sem Íslendingar kjósa þegar þeir fara í frí, eins og verið hefur,“ sagði hann. „Við erum ekki að fara neitt.“ Einar Örn sagði að mögulega mætti túlka orð Jóns Þórs sem „einhvers konar markaðsmisnotkun“. Ef til vill myndu einhverjir vilja skoða það. Auðvitað væri verið að reyna að skapa þá stemningu að það væri ekki óhætt að kaupa flugmiða hjá Play. „Við höfum auðvitað heyrt svona orðróm alveg frá því daginn sem við byrjuðum að fljúga fyrir rúmlega fjórum árum. Og maður kannski áttar sig núna betur á því hvaðan sá orðrómur hlýtur að koma. Núna eru menn bara komnir úr skotgröfunum og segja þetta upphátt.“ Fréttir af flugi Neytendur Icelandair Play Bítið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun, spurður um orð formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem gerði lítið úr framtíð Play í Bítinu í gærmorgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt í fyrsta lagi að fólk átti sig á því að þessi maður er starfsmaður Icelandair og formaður í flugmannafélaginu þeirra. Það er að segja þetta eru næstum því bara Icelandair starfsmenn í þessu Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, þó það séu vissulega líka einhverjir flugmenn frá Atlanta og kannski eitthvað örlítið meira,“ sagði Einar Örn. Sagði hann þannig um að ræða sömu stöðu og ef starfsmaður Bónus væri að tjá sig um Krónuna, eða starfsmaður Landsbankans að segja að Kvika væri að fara á hausinn. Taka þyrfti ummælunum í því ljósi að „hér er maður sem virðist nú vera svolítið vanstilltur að hrauna yfir samkeppnisaðila vinnuveitanda síns“. Einar Örn sagðist hins vegar ekki átta sig á því hvort ummælin hefðu verið látin falla með samþykki Icelandair eða félaga formannsins, Jóns Þórs Þorvaldssonar, í FÍA. Ef hann hefði eitthvað með málið að gera hefði hann verulegar áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem „hagaði sér með þessum hætti“. „Örvæntingafullt“ útspil Jón Þór var afar gagnrýnin á Play í gærmorgun, meðal annars á það hvernig starfsmannamálum væri háttað. „Þarna eru fjárfestar lokkaðir að stofnun þessa félags, meðal annars lífeyrissjóðirnir, á þeim forsendum að það standi til að fara í félagsleg undirboð, hlækka laun um 19 til 37 prósent og rýra kjör þeirra sem munu starfa hjá félaginu. Þetta átti að vera íslenskt flugfélag með tengihöfn á Íslandi, íslenskar áhafnir og allt þetta. Þetta átti að ganga svolítið í augun á okkur Íslendingum, að fá nýtt flugfélag. Ekki misskilja mig, ég fagna samkeppni. Við viljum samkeppni en það þarf þá að vera eftir sömu leikreglum. Við getum ekki farið í fótboltaleik og einn mætir í takkaskóm en hinn á fjórhjóli,“ sagði Jón Þór. Hann benti á að nú stæði til að skila flugrekstrarleyfi Play á Íslandi. Verið væri að flytja félagið úr landi og ekki væri hægt að lesa annað úr ársreikningum þess en að það stefndi í þrot. Einar Örn vildi hins vegar meina að meira og minna allt sem Jón Þór hefði sagt, hefði verið rangt og vitleysa. Það að íslenska flugrekstrarleyfinu yrði skilað þýddi ekki að félagið væri að fara á hausinn. „[Félagið] var þvert á móti, fyrir fáeinum dögum, að tilkynna um fjármögnun upp á tæplega þrjá milljarða króna og fyrst yfirlýsing frá þeim og síðan þetta viðtal kemur beint í kjölfarið á því. Og mér finnst það hljóma svolítið örvæntingafullt hjá þeim; þeir hafa kannski haldið að fjármögnunin sem við höfum sagt að við ætluðum að fara í myndi ekki ganga og voru sjálfsagt að vonast til að þannig færi. Svo kemur þetta örvæntingafulla heróp frá þeim í kjölfarið á okkar tilkynningu um að fjármögnun sé lokið,“ segir Einar Örn. Tal um gjaldþrot Play á þessum tímapunkti hljómi furðulega „í eyrum allra sem eitthvað skilja“. „Núna eru menn bara komnir úr skotgröfunum“ Einar Örn sagði Jón Þór annað hvort ekki hafa kynnt sér málin eða fara vísvitandi með rangt mál, til að mynda þegar hann talaði um að flugmiðar hefðu verið seldir í flug sem yrðu aldrei flogin. „Hann er bara að reyna að skapa einhverja vantrú á Play, sínum vinniveitanda til hagsbóta en okkur til tjóns,“ sagði Einar Örn. Spurður um mál flugmanna félagsins, sagði hann þeim hafa verið neitað um inngöngu í FÍA á sínum tíma. Félagið talaði þannig alls ekki fyrir þá. Einar Örn velti því upp hvort ummæli Jóns Þórs væru liður í kjarabaráttu flugmanna FÍA við Icelandair. Play væri nýbúið að gera kjarasamning við eigin áhafnir. „Mér finnst það reyndar ekkert ótrúlegt en ég ætla ekkert að úttala mig um það hér,“ svaraði Einar Örn, spurður að því hvort Play myndi grípa til aðgerða vegna orða Jóns Þórs. En hvað varðar neytendur; verður Play áfram til og mun Play fljúga áfram frá Íslandi og til Evrópu? Einar Örn sagði áætlanir félagsins hafa legið fyrir, varðandi það til dæmis að draga saman í Norður-Atlantshafsfluginu og einbeita sér að sólarlandaferðum. Nýir áfangastaðir fyrir næsta sumar yrðu kynntir á næstunni. „Það er okkar markmið að vera áfram félagið sem Íslendingar kjósa þegar þeir fara í frí, eins og verið hefur,“ sagði hann. „Við erum ekki að fara neitt.“ Einar Örn sagði að mögulega mætti túlka orð Jóns Þórs sem „einhvers konar markaðsmisnotkun“. Ef til vill myndu einhverjir vilja skoða það. Auðvitað væri verið að reyna að skapa þá stemningu að það væri ekki óhætt að kaupa flugmiða hjá Play. „Við höfum auðvitað heyrt svona orðróm alveg frá því daginn sem við byrjuðum að fljúga fyrir rúmlega fjórum árum. Og maður kannski áttar sig núna betur á því hvaðan sá orðrómur hlýtur að koma. Núna eru menn bara komnir úr skotgröfunum og segja þetta upphátt.“
Fréttir af flugi Neytendur Icelandair Play Bítið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira