Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. september 2025 19:34 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segist brugðið eftir Kastljóssþátt gærkvöldsins. Vísir Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. „Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“ Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“
Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54