Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 2. september 2025 15:45 Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á hverju ári deyja um 40 manns í sjálfsvígum. Það eru mun fleiri en t.d. deyja í bílslysum. Við erum stöðugt að auka öryggið í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys og andlát en því miður hefur okkur sem þjóð mistekist að nálgast öryggi geðheilbrigðis á sama hátt. Verði flugslys, bílslys, sjóslys eða slys á vinnustað er það samkvæmt lögum rannsakað af rannsóknarnefndum umferðarslysa, flugslysa, sjóslysa eða vinnueftirlitinu. Rannsóknir þessar eru ekki sakamálarannsóknir heldur eru að öllu leyti til þess að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig. Þannig hefur okkur undanfarin ár tekist að stórauka öryggi í lofti, láði og legi. Þetta módel þurfum við nú að yfirfæra á dauðsföll sem rekja má til geðheilbrigðisvanda. Sem þjónn í Þjóðkirkjunni hef ég gengið með ótal mörgum fjölskyldum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi, auk þess sem ég hef stutt fólk sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum. Þá hef ég hef sjálf misst náinn ástvin í sjálfsvígi. Ég hef því, eins og aðrir þjónar Þjóðkirkjunnar, langa reynslu af því að vinna með bæði sjálfsvígsforvarnir og afleiðingar sjálfsvíga. Við í kirkjunni sjáum svo skýrt að það þarf að bæti öryggi geðheilbrigðis hér á landi. Við verðum, sem samfélag, að taka okkur á þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum og því vil ég hvetja öll félagasamtök, stofnanir, Alþingi Íslendinga, já öll þau sem láta sig náungann varða, til þess að taka þetta málefni upp á sína arma og láta sig geðheilsu íbúa þessa lands varða. Ég vona einnig að fjölmiðlar taki þátt í því. Það voru því þó nokkur vonbrigði að sjá að áhersla Kastljóssins á RÚV, 1. september, var að ræða skoðanir fólks á tilvist eins ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem nú berst fyrir tilverurétti sínum. Umræða sem þessi er ekki til þess gerð að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Allra síst á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Við berum erfiðleikana ekki alltaf utan á okkur. Við berum ekki öll sorgirnar okkar og reynsluna utan á okkur. Ein leið til forvarna er því að tala af nærgætni við og um annað fólk því við erum sjaldnast sérfræðingar í náunganum. Jesús Kristur biður okkur að elska hvert annað og ég trúi því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lífa því lífi sem henni er áskapað. Ef til vill er best að temja okkur að hafa sem fæstar skoðanir á náunganum og einbeita okkur heldur að því að byggja hér samfélag þar sem allar manneskjur fá að vera þær sjálfar og eru samþykktar eins og þær eru. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum og af því tilefni var haldin opnunarhátíð 1. september þar sem áherslur þessa árs voru kynntar. Í ár verður áherslan m.a. á sjálfsvígsforvarnir og eldra fólk. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Á hverju ári deyja um 40 manns í sjálfsvígum. Það eru mun fleiri en t.d. deyja í bílslysum. Við erum stöðugt að auka öryggið í umferðinni til þess að koma í veg fyrir slys og andlát en því miður hefur okkur sem þjóð mistekist að nálgast öryggi geðheilbrigðis á sama hátt. Verði flugslys, bílslys, sjóslys eða slys á vinnustað er það samkvæmt lögum rannsakað af rannsóknarnefndum umferðarslysa, flugslysa, sjóslysa eða vinnueftirlitinu. Rannsóknir þessar eru ekki sakamálarannsóknir heldur eru að öllu leyti til þess að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sams konar slys endurtaki sig. Þannig hefur okkur undanfarin ár tekist að stórauka öryggi í lofti, láði og legi. Þetta módel þurfum við nú að yfirfæra á dauðsföll sem rekja má til geðheilbrigðisvanda. Sem þjónn í Þjóðkirkjunni hef ég gengið með ótal mörgum fjölskyldum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi, auk þess sem ég hef stutt fólk sem hefur verið í sjálfsvígshugleiðingum. Þá hef ég hef sjálf misst náinn ástvin í sjálfsvígi. Ég hef því, eins og aðrir þjónar Þjóðkirkjunnar, langa reynslu af því að vinna með bæði sjálfsvígsforvarnir og afleiðingar sjálfsvíga. Við í kirkjunni sjáum svo skýrt að það þarf að bæti öryggi geðheilbrigðis hér á landi. Við verðum, sem samfélag, að taka okkur á þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum og því vil ég hvetja öll félagasamtök, stofnanir, Alþingi Íslendinga, já öll þau sem láta sig náungann varða, til þess að taka þetta málefni upp á sína arma og láta sig geðheilsu íbúa þessa lands varða. Ég vona einnig að fjölmiðlar taki þátt í því. Það voru því þó nokkur vonbrigði að sjá að áhersla Kastljóssins á RÚV, 1. september, var að ræða skoðanir fólks á tilvist eins ákveðins minnihlutahóps í samfélaginu sem nú berst fyrir tilverurétti sínum. Umræða sem þessi er ekki til þess gerð að vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum. Allra síst á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. Við berum erfiðleikana ekki alltaf utan á okkur. Við berum ekki öll sorgirnar okkar og reynsluna utan á okkur. Ein leið til forvarna er því að tala af nærgætni við og um annað fólk því við erum sjaldnast sérfræðingar í náunganum. Jesús Kristur biður okkur að elska hvert annað og ég trúi því að hver einasta manneskja sé elskuð sköpun Guðs sem hefur leyfi til að lífa því lífi sem henni er áskapað. Ef til vill er best að temja okkur að hafa sem fæstar skoðanir á náunganum og einbeita okkur heldur að því að byggja hér samfélag þar sem allar manneskjur fá að vera þær sjálfar og eru samþykktar eins og þær eru. Höfundur er biskup Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun