Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 12:36 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play gerir alvarlegar athugasemdir við orð sem formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna lét falla um félagið í morgun. Ekki sé hægt að túlka þau öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið. Fréttir af flugi Play Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent