Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 12:36 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play gerir alvarlegar athugasemdir við orð sem formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna lét falla um félagið í morgun. Ekki sé hægt að túlka þau öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið. Fréttir af flugi Play Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.
Fréttir af flugi Play Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira