Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 12:36 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play gerir alvarlegar athugasemdir við orð sem formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna lét falla um félagið í morgun. Ekki sé hægt að túlka þau öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið. Fréttir af flugi Play Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira