Graham Greene er látinn Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2025 07:20 Graham Greene sló í gegn árið 1990 þegar leikarinn og leikstjórinn Kevin Costner fékk hann til að fara með hlutverk Kicking Bird í vetranum Dances with Wolves. Getty Kanadíski leikarinn Graham Greene er látinn, 73 ára að aldri. Leikarinn, sem var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Dances with Wolves, lést á sjúkrahúsi í Toronto eftir langvinn veikindi í gær, að því er segir í frétt Deadline. Greene var að mörgu leyti brautryðjandi á sviði kvikmynda þar sem hann ruddi leiðina fyrir norðurameríska frumbyggja á sviði leiklistar. Hann fæddist á Six Nations-verndarsvæðinu í Kanada árið 1952 og vann ýmis störf áður en hann hellti sér út í kvikmyndabransann. Greene sló í gegn árið 1990 þegar leikarinn og leikstjórinn Kevin Costner fékk hann til að fara með hlutverk Kicking Bird í vestranum Dances with Wolves, eða Dansar við úlfa. Myndin var tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna og hlaut Greene þar tilnefningu sem besti karlleikari í aukahlutverki. Myndin vann til sjö verðlauna, meðal annars sem besta mynd. Eftir vinsældir Dansar við úlfa lék Greene í fjölda stórra Hollywood-mynda. Hann lék í myndinni Maverick sem skartaði Mel Gibson í aðalhlutverki, Die Hard With a Vengeance með Bruce Willis og The Green Mile með Tom Hanks. Í seinni tíð fór hann með hlutverk í Wind River og sjónvarpsþáttunum 1883 og Tulsa King. Greene lætur eftir sig eiginkonuna Hilary Blackmore, dótturina Lilly Lazare-Greene og baranbarnið Tarlo. Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira
Leikarinn, sem var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Dances with Wolves, lést á sjúkrahúsi í Toronto eftir langvinn veikindi í gær, að því er segir í frétt Deadline. Greene var að mörgu leyti brautryðjandi á sviði kvikmynda þar sem hann ruddi leiðina fyrir norðurameríska frumbyggja á sviði leiklistar. Hann fæddist á Six Nations-verndarsvæðinu í Kanada árið 1952 og vann ýmis störf áður en hann hellti sér út í kvikmyndabransann. Greene sló í gegn árið 1990 þegar leikarinn og leikstjórinn Kevin Costner fékk hann til að fara með hlutverk Kicking Bird í vestranum Dances with Wolves, eða Dansar við úlfa. Myndin var tilnefnd til tólf Óskarsverðlauna og hlaut Greene þar tilnefningu sem besti karlleikari í aukahlutverki. Myndin vann til sjö verðlauna, meðal annars sem besta mynd. Eftir vinsældir Dansar við úlfa lék Greene í fjölda stórra Hollywood-mynda. Hann lék í myndinni Maverick sem skartaði Mel Gibson í aðalhlutverki, Die Hard With a Vengeance með Bruce Willis og The Green Mile með Tom Hanks. Í seinni tíð fór hann með hlutverk í Wind River og sjónvarpsþáttunum 1883 og Tulsa King. Greene lætur eftir sig eiginkonuna Hilary Blackmore, dótturina Lilly Lazare-Greene og baranbarnið Tarlo.
Andlát Bíó og sjónvarp Hollywood Kanada Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira