Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 1. september 2025 14:31 Mánuðum saman og misserum höfum við verið vitni að ólýsanlegum harmleik í beinni útsendingu: Harmleiknum á Gaza – án þess að fá nokkuð að gert. Við horfum máttvana af skelfingu upp á fólk sem á sínum tíma var fórnarlömb skipulagðrar útrýmingaherferðar – HOLOCAUST – standa nú fyrir skipulagðri útrýmingaherferð á varnarlausu fólki. Sagan endurtekur sig í okkar samtíð. Við erum að tala um stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir – áform um þjóðarmorð. Þetta er óumdeilanlega einhver mesti harmleikur okkar tíma. 1. Hvers vegna er það að menn hafa borist á banaspjót í Mið-Austurlöndum lengur en elstu menn muna? Hvernig má það vera að við verðum daglega vitni að því að Ísraelski herinn myrðir fólk reglulega, þar sem það hópast saman í örvæntingu til að betla fyrir mat? Stutta svarið er þetta: Þetta er arfleifð vestrænnar nýlendustefnu. Nýlenduherrarnir tóku sér vald til að ráða landamærum ríkja, án samráðs við þær þjóðir, sem við þau áttu að búa. Hin hrundu ríki – Líbanon og Sýrland – eru eitt dæmi. Ísrael er annað. 40 milljóna þjóð – Kúrdar – eru hins vegar dæmi um þjóð, sem nýlenduherrarnir gerðu útlæga á landakortinu. Ákvörðun bresku nýlendustjórnarinnar að „ráðstafa“ landi Palestínu (með Balfour-yfirlýsingunni 1917), án samráðs við íbúana sem þar bjuggu, hefur haft ófyrirséðar afleiðingar: Endurtekin stríð, linnulaust ofbeldi og nú þjóðernishreinsanir. Í minni Arabanna sem þar bjuggu fyrir – meira en 10 milljónir talsins – heitir brottreksturinn af landinu „ÁFALLIÐ MIKLA“ – NAKBA. Meira en 750 þúsund manns voru rekin brott af heimilum sínum 1948 og hundruð þúsunda svipt lífi. Síðan hefur Palestína logað í ófriði, sem ekki sér fyrir endann á. VIÐ UPPSKERUM EINS OG VIÐ HÖFUM TIL SÁÐ. Íranir hafa ekki gleymt því að Bandaríkjamenn og Bretar steyptu af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í Teheran árið 1953 (Mosaddegh). Í staðinn lyftu þeir útlægum keisara á valdastól. Þar með tók við einhver grimmilegasta einræðisstjórn seinni tíma. Til hvers? Til þess að ná yfirráðum yfir ríkulegum olíuauðæfum Írana. Þegar Írönum tókst loks að reka keisarann af höndum sér, hrepptu þeir í staðinn einræðisstjórn ofsatrúarklerka. Það voru m.ö.o. forysturríki lýðræðisins, að eigin sögn, sem kæfðu lýðræðið í fæðingu í Íran – og kveinka sér nú undan afleiðingunum. 2. Ísrael er ómótmælanlega skjólstæðingsríki Bandaríkjanna. Bandaríkin gera hvort tveggja, að fjármagna og vopna Ísrael. Þau beita jafnan neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að halda hlífisskildi yfir síendurteknum lögbrotum núverandi ríkisstjórnar Ísraels, sem samanstendur af rétttrúnaðargyðingum og hægri öfgaöflum. Bandaríkin standa að baki hernaðaryfirburðum Ísraels. Þau geta því engan veginn talist vera hlutlaus milligöngu- eða sáttaaðili í tilvistardeilu Íraela og Palestínumanna. Og gleymum því ekki að Ísrael er kjarnorkuveldi. Hernám Ísraels á landi Palestínumanna hefur nú staðið yfir samfellt í 76 ár. Á þeim tíma hefur Palestínu verið breytt í stærstu fangabúðir í heimi. Fangelsisyfirvöldin – ríkisstjórn Ísraels – hafa allsherjar vald. Þau geta slökkt á rafmagninu þegar þeim þóknast; haldið eftir tekjum af sköttum og tollum svo að undirverktakar þeirra á Vesturbakkanum (the Palestine Authority) þurfa að betla á hnjánum um peninga; eða þau geta einfaldlega lokað fyrir aðgang fanganna að mat og lyfjum og dæmt þá þar með til hungurdauða. Siðferðileg tvöfeldni Vesturlanda stingur í augun. Rússar eru beittir þungum refsiaðgerðum fyrir ólöglega innrás sína í Úkraínu. En hvort tveggja, innrás BNA í Írak á upplognum forsendum á sínum tíma eða endurtekin lögbrot Ísraela á hinum hernumdu svæðum Palestínu – allt er það látið viðgangast refsilaust. 3. Eini valkosturinn sem til greina kemur er – þrátt fyrir allt – „tveggja-ríkja-lausnin“. Oslóarsamningarnir (the Oslo Accords) 1993-95 byggði á þeirri lausn í grundvallaratriðum, þ.e. á gagnkvæmri viðurkenningu deiluaðila. En – tveggja-ríkja-lausnin er því aðeins framkvæmanleg í reynd, ef ákveðnum ófrávíkjanlegum skilyrðum er framfylgt. Bæði ríkin verða að vera fullvalda ríki, sem njóta ábyrgðar alþjóðasamfélagsins, eins og það er nánar skilgreint, á landamærum sínum. Það þýðir m.ö.o. að semja verður um landamæri ríkjanna og þar með um ólöglegar „landnemabyggðir“ Ísraela á hernumdu landi Palestínu. SKILYRÐI FYRIR FRIÐI TIL FRAMBÚÐAR Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður að staðfesta stofnun ríkis Palestínumanna og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á því innan umsaminna landamæra. Hernáminu verður að ljúka formlegaog hersveitir beggja aðila (IDF og Hamas) verður að draga til baka. Alla þá, sem gert hafa sekir um stríðsglæpi, verður að leiða fyrir Alþjóðalega sakamáladómsstólinn. Þar sem Bandaríkin hafa fyrirgert öllu trausti sem hlutlaus milligöngu- og sáttaaðili, verður Evrópusambandið (ESB) að taka við því hlutverki. Evrópa verðurað axla ábyrgð sína á fortíðinni. Evrópusambandið verður að leggja til friðargæslusveitir til að framfylgja lögum og rétti í samskiptum ríkjanna, sem og friðhelgi landamæra. Marshall-áætlun. Evrópusambandið verður að taka að sér verkstjórn um samningu áætlunar til að endurreisa innviði Palestínu og efnahagslíf. Ísraelsríki greiði umsamdar stríðsskaðabætur fyrir að hafa lagt Gaza í rúst. Hin ofurríku olíu-ríki Araba í Mið-Austurlöndum kosti endurreisnina ásamt með stríðsskaðabótum Ísraels. Það sem við þurfum nú á að halda – í stað ævafornra goðsagna og trúarofstækis – eru raunsæjar áætlanir um uppbyggingu, sem fylgt er eftir í framkvæmd, til að tryggja varanlegan frið til frambúðar. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Mánuðum saman og misserum höfum við verið vitni að ólýsanlegum harmleik í beinni útsendingu: Harmleiknum á Gaza – án þess að fá nokkuð að gert. Við horfum máttvana af skelfingu upp á fólk sem á sínum tíma var fórnarlömb skipulagðrar útrýmingaherferðar – HOLOCAUST – standa nú fyrir skipulagðri útrýmingaherferð á varnarlausu fólki. Sagan endurtekur sig í okkar samtíð. Við erum að tala um stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir – áform um þjóðarmorð. Þetta er óumdeilanlega einhver mesti harmleikur okkar tíma. 1. Hvers vegna er það að menn hafa borist á banaspjót í Mið-Austurlöndum lengur en elstu menn muna? Hvernig má það vera að við verðum daglega vitni að því að Ísraelski herinn myrðir fólk reglulega, þar sem það hópast saman í örvæntingu til að betla fyrir mat? Stutta svarið er þetta: Þetta er arfleifð vestrænnar nýlendustefnu. Nýlenduherrarnir tóku sér vald til að ráða landamærum ríkja, án samráðs við þær þjóðir, sem við þau áttu að búa. Hin hrundu ríki – Líbanon og Sýrland – eru eitt dæmi. Ísrael er annað. 40 milljóna þjóð – Kúrdar – eru hins vegar dæmi um þjóð, sem nýlenduherrarnir gerðu útlæga á landakortinu. Ákvörðun bresku nýlendustjórnarinnar að „ráðstafa“ landi Palestínu (með Balfour-yfirlýsingunni 1917), án samráðs við íbúana sem þar bjuggu, hefur haft ófyrirséðar afleiðingar: Endurtekin stríð, linnulaust ofbeldi og nú þjóðernishreinsanir. Í minni Arabanna sem þar bjuggu fyrir – meira en 10 milljónir talsins – heitir brottreksturinn af landinu „ÁFALLIÐ MIKLA“ – NAKBA. Meira en 750 þúsund manns voru rekin brott af heimilum sínum 1948 og hundruð þúsunda svipt lífi. Síðan hefur Palestína logað í ófriði, sem ekki sér fyrir endann á. VIÐ UPPSKERUM EINS OG VIÐ HÖFUM TIL SÁÐ. Íranir hafa ekki gleymt því að Bandaríkjamenn og Bretar steyptu af stóli lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn í Teheran árið 1953 (Mosaddegh). Í staðinn lyftu þeir útlægum keisara á valdastól. Þar með tók við einhver grimmilegasta einræðisstjórn seinni tíma. Til hvers? Til þess að ná yfirráðum yfir ríkulegum olíuauðæfum Írana. Þegar Írönum tókst loks að reka keisarann af höndum sér, hrepptu þeir í staðinn einræðisstjórn ofsatrúarklerka. Það voru m.ö.o. forysturríki lýðræðisins, að eigin sögn, sem kæfðu lýðræðið í fæðingu í Íran – og kveinka sér nú undan afleiðingunum. 2. Ísrael er ómótmælanlega skjólstæðingsríki Bandaríkjanna. Bandaríkin gera hvort tveggja, að fjármagna og vopna Ísrael. Þau beita jafnan neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að halda hlífisskildi yfir síendurteknum lögbrotum núverandi ríkisstjórnar Ísraels, sem samanstendur af rétttrúnaðargyðingum og hægri öfgaöflum. Bandaríkin standa að baki hernaðaryfirburðum Ísraels. Þau geta því engan veginn talist vera hlutlaus milligöngu- eða sáttaaðili í tilvistardeilu Íraela og Palestínumanna. Og gleymum því ekki að Ísrael er kjarnorkuveldi. Hernám Ísraels á landi Palestínumanna hefur nú staðið yfir samfellt í 76 ár. Á þeim tíma hefur Palestínu verið breytt í stærstu fangabúðir í heimi. Fangelsisyfirvöldin – ríkisstjórn Ísraels – hafa allsherjar vald. Þau geta slökkt á rafmagninu þegar þeim þóknast; haldið eftir tekjum af sköttum og tollum svo að undirverktakar þeirra á Vesturbakkanum (the Palestine Authority) þurfa að betla á hnjánum um peninga; eða þau geta einfaldlega lokað fyrir aðgang fanganna að mat og lyfjum og dæmt þá þar með til hungurdauða. Siðferðileg tvöfeldni Vesturlanda stingur í augun. Rússar eru beittir þungum refsiaðgerðum fyrir ólöglega innrás sína í Úkraínu. En hvort tveggja, innrás BNA í Írak á upplognum forsendum á sínum tíma eða endurtekin lögbrot Ísraela á hinum hernumdu svæðum Palestínu – allt er það látið viðgangast refsilaust. 3. Eini valkosturinn sem til greina kemur er – þrátt fyrir allt – „tveggja-ríkja-lausnin“. Oslóarsamningarnir (the Oslo Accords) 1993-95 byggði á þeirri lausn í grundvallaratriðum, þ.e. á gagnkvæmri viðurkenningu deiluaðila. En – tveggja-ríkja-lausnin er því aðeins framkvæmanleg í reynd, ef ákveðnum ófrávíkjanlegum skilyrðum er framfylgt. Bæði ríkin verða að vera fullvalda ríki, sem njóta ábyrgðar alþjóðasamfélagsins, eins og það er nánar skilgreint, á landamærum sínum. Það þýðir m.ö.o. að semja verður um landamæri ríkjanna og þar með um ólöglegar „landnemabyggðir“ Ísraela á hernumdu landi Palestínu. SKILYRÐI FYRIR FRIÐI TIL FRAMBÚÐAR Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður að staðfesta stofnun ríkis Palestínumanna og viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á því innan umsaminna landamæra. Hernáminu verður að ljúka formlegaog hersveitir beggja aðila (IDF og Hamas) verður að draga til baka. Alla þá, sem gert hafa sekir um stríðsglæpi, verður að leiða fyrir Alþjóðalega sakamáladómsstólinn. Þar sem Bandaríkin hafa fyrirgert öllu trausti sem hlutlaus milligöngu- og sáttaaðili, verður Evrópusambandið (ESB) að taka við því hlutverki. Evrópa verðurað axla ábyrgð sína á fortíðinni. Evrópusambandið verður að leggja til friðargæslusveitir til að framfylgja lögum og rétti í samskiptum ríkjanna, sem og friðhelgi landamæra. Marshall-áætlun. Evrópusambandið verður að taka að sér verkstjórn um samningu áætlunar til að endurreisa innviði Palestínu og efnahagslíf. Ísraelsríki greiði umsamdar stríðsskaðabætur fyrir að hafa lagt Gaza í rúst. Hin ofurríku olíu-ríki Araba í Mið-Austurlöndum kosti endurreisnina ásamt með stríðsskaðabótum Ísraels. Það sem við þurfum nú á að halda – í stað ævafornra goðsagna og trúarofstækis – eru raunsæjar áætlanir um uppbyggingu, sem fylgt er eftir í framkvæmd, til að tryggja varanlegan frið til frambúðar. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar