Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. september 2025 09:15 Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Vinstri græn Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun