Enski boltinn

Sjáðu stur­lað sigur­mark Liver­pool og öll hin

Sindri Sverrisson skrifar
Dominik Szoboszlai var hetja Liverpool í gær enda skoraði hann algjört draumamark.
Dominik Szoboszlai var hetja Liverpool í gær enda skoraði hann algjört draumamark. Getty/Carl Recine

Það var nóg um að vera í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og nú má sjá öll mörkin úr umferðinni á Vísi.

Dominik Szoboszlai skoraði stórbrotið mark úr aukaspyrnu sem tryggði Liverpool 1-0 sigur gegn Arsenal í annars bragðdaufum stórleik á Anfield. Markið má sjá frá öllum vinklum hér að neðan.

Það var annars nóg um að vera í þessari síðustu umferð fyrir fyrsta landsleikjahlé haustsins og nokkuð um óvænt úrslit. Tottenham og Manchester City töpuðu, Chelsea er í 2. sæti tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool, og Manchester United vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þó að það stæði afar tæpt.

Hér að neðan er yfirferð með öllum mörkunum úr 3. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×