Skutu hver annan fyrir orður og bætur Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:01 Að minnsta kosti 35 rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir svik, með því að hafa sært hvern annan eða falsað sár með öðrum hætti til að fá bætur. Getty Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15