„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 12:30 Tryggvi Snær Hlinason er erfiður viðureignar. vísir / hulda margrét Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira