Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2025 15:40 Evrópumeistarar PSG og Englandsmeistarar Liverpool eru að sjálfsögðu með í drættinum í dag. Getty/James Gill Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti