Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2025 15:40 Evrópumeistarar PSG og Englandsmeistarar Liverpool eru að sjálfsögðu með í drættinum í dag. Getty/James Gill Liðin 36 sem spila í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur fengu í dag að vita hvaða átta liðum þau mæta í þessari sterkustu félagsliðakeppni heims. Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Líkt og á síðasta ári er liðunum ekki skipt upp í riðla heldur spila þau öll í einni 36 liða deild. Þau fá átta leiki hvert, fjóra heimaleiki og fjóra útileiki, og mæta tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokkanna fjögurra. Fyrst voru leikirnir hjá liðunum í efsta styrkleikaflokki birtir og má sjá þá hér að neðan. Evrópumeistarar PSG mæta meðal annars Bayern, Barcelona og Tottenham, og Real Madrid þarf að glíma við bæði Liverpool og Manchester City. Leiki hvers liðs má sjá hér að neðan. Leikir liðanna í efsta flokki. Hvert lið leikur átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli, gegn tveimur liðum úr hverjum styrkleikaflokki.UEFA Arsenal var á meðal liðanna í styrkleikaflokki tvö og mætir Bayern, Inter og Atlético Madrid, auk fleiri liða. Hér að neðan eru leikir liðanna úr flokki tvö. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki tvö. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Á meðal liðanna í styrkleikaflokki þrjú voru Evrópudeildarmeistarar Tottenham sem mæta aftur Evrópumeisturum PSG en einnig Dortmund, Villarreal, Frankfurt og skandinavísku liðunum Bodö/Glimt og FC Kaupmannahöfn. Hér að neðan má sjá leiki liðanna úr flokki þrjú. Leikir liðanna úr styrkleikaflokki þrjú. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Sjötta enska liðið sem fékk að vita mótherja sína var Newcastle sem var í fjórða og neðsta flokknum, ásamt FC Kaupmannahöfn og fleiri liðum. Newcastle þarf meðal annars að glíma við Barcelona og PSG en Kaupmannahafnarbúar spila við Barcelona, Dortmund, Tottenham, Leverkusen og fleiri öflug lið. Hér má sjá leiki liðanna í fjórða flokknum. Leikir liðanna í flokki fjögur. Hvert lið spilar átta leiki.UEFA Fyrstu leikir í Meistaradeild Evrópu í ár verða 16., 17. og 18. september. Nákvæm dagsetning leikja liggur ekki strax fyrir. Styrkleikaflokkana fyrir dráttinn má sjá hér að neðan. Liðin mæta eins og fyrr segir hvert um sig tveimur liðum úr hverjum flokki. Flokkur 1: Paris Saint-Germain, Real Madrid, Manchester City, Bayern München, Liverpool, Inter Milan, Chelsea, Borussia Dortmund, Barcelona Flokkur 2: Arsenal, Bayer Leverkusen, Atlético Madrid, Benfica, Atalanta, Villarreal, Juventus, Eintracht Frankfurt, Club Brugge Flokkur 3: Tottenham Hotspur, PSV Eindhoven, Ajax, Napoli, Sporting CP, Olympiacos, Slavia Prague, Bodø/Glimt, Marseille Flokkur 4: FC Kaupmannahöfn, Monaco, Galatasaray, Union Saint-Gilloise, Qarabağ, Athletic Bilbao, Newcastle United, Pafos, Kairat Almaty
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira