„Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. ágúst 2025 12:48 Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepp segir 63 vera á kjörskrá. Ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu í hreppnum. Aðsend Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna. Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“ Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í febrúar 2024 óskaði meirihluti Skorradalshrepps eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Gengið verður til kosninga 5-20. september. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru 79 íbúar skráðir í Skorradalshrepp 1. desember í fyrra en voru 66 í mars síðastliðnum. Sveitarfélagið er eitt hið fámennasta á landinu. Á fimmta þúsund eru á kjörskrá í Borgarbyggð en hvort sveitarfélag fyrir sig getur fellt eða samþykkt sameininguna með hreinum meirihluta í kosningunni. Gagnvart Skorradalshreppi þá eru rökin með sameiningu sögð helst vera þau að samningur er í gildi við Borgarbyggð um lögbundin verkefni eins og varðandi skóla, slökkvilið og félagsþjónustu en sá samningur rennur út 1. janúar næstkomandi. Ekki er sjálfgefið að slíkur samningur haldi áfram og þétta verði samstarfið við stærri stjórnvaldseiningu. Rökin gegn sameiningu eru meðal annars sögð vera þau að stjórnsýslan færist þá fjær íbúum. Auk þess hefur verið nefnt að gera mætti greiningu á því hvort sameina mætti fleiri sveitarfélög til viðbótar eins og Akranes og Hvalfjarðarsveit. Kjörskrá og lögheimili Í Skorradal eru um 600 sumarbústaðir en heyrst hefur að fjölgað hafi hressilega í skráningu lögheimila að undanförnu til þess að fella kosninguna. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti Skorradalshrepps, segir 63 vera á kjörskrá en ekki sé ljóst hvort þeir hafi allir fasta búsetu. Hann hafi ekki hitt alla. Hefur íbúum snarfjölgað að undanförnu? „Kannski er ekki hægt að segja að íbúum hafi snarfjölgað en það er alveg augljóst að það hefur bæst við núna íbúa á seinni stigum þegar liðið hefur að kosningum. Mér er aðeins til efs að allir þeir hafi fasta búsetu í Skorradal.“ Er verið að smala í kennitölur til að fella kosninguna? „Auðvitað hefur maður ákveðinn grun en ég get ekki staðfest það. Hver og einn tekur sína ákvörðun í kjörklefanum. Ég veit ekki hvað hver og einn kýs en maður hefur alltaf ákveðinn grun.“
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira