Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2025 11:12 Erlingur Sigvaldason er varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni. Þetta kemur fram í grein Erlings Sigvaldasonar á Vísi í morgun. Rútínan sé hafin á ný hjá grunnskólabörnum landsins og næstu vikur fari í að koma sér inn í vinnulag vetrarins. Flest grunnskólabörn landsins fóru í sumarfrí í júníbyrjun og mættu svo í skólann öðru hvoru megin við síðustu helgi. „Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins,“ segir Erlingur. Hann vísar til rannsókna sem sýni að löng sumarfrí henti fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennist þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og í einhverjum tilfellum fái nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu eins og sé að finna í mötuneytum skólanna. Grunnskólabörn að fara yfir málin.Vísir/Vilhelm „Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál.“ Skóli skapi samfélag sem næri, fræði og búi til tengsl og vinskap. „Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt.“ Hann telur mikilvægt að borgin og ráðuneyti menntamála skoði hvort hægt sé að stytta sumarfríið. „Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi.“ Reykjavík Viðreisn Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Erlings Sigvaldasonar á Vísi í morgun. Rútínan sé hafin á ný hjá grunnskólabörnum landsins og næstu vikur fari í að koma sér inn í vinnulag vetrarins. Flest grunnskólabörn landsins fóru í sumarfrí í júníbyrjun og mættu svo í skólann öðru hvoru megin við síðustu helgi. „Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins,“ segir Erlingur. Hann vísar til rannsókna sem sýni að löng sumarfrí henti fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennist þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og í einhverjum tilfellum fái nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu eins og sé að finna í mötuneytum skólanna. Grunnskólabörn að fara yfir málin.Vísir/Vilhelm „Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál.“ Skóli skapi samfélag sem næri, fræði og búi til tengsl og vinskap. „Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt.“ Hann telur mikilvægt að borgin og ráðuneyti menntamála skoði hvort hægt sé að stytta sumarfríið. „Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi.“
Reykjavík Viðreisn Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira