Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 08:33 Liðsfélagarnir sáu í hvað stefndi og héldu aftur af Jarrod Bowen. Getty/Mike Egerton Jarrod Bowen, fyrirliði West Ham, var stöðvaður af liðsfélögum sínum þegar hann virtist á leiðinni upp í stúku eftir að hafa átt í orðaskaki við stuðningsmenn í gærkvöld. Bowen hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu en hann var bersýnilega reiður eftir eitthvað sem sagt var við hann að loknu afar sáru 3-2 tapi gegn Wolves í enska deildabikarnum í fótbolta í gær. Þeir stuðningsmenn West Ham sem fylgdu liðinu á leikinn sáu Hamrana missa niður 2-1 forskot á lokakafla leiksins þegar Jörgen Strand Larsen skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Áður hafði West Ham tapað illa í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeildinni, 3-0 gegn Sunderland og 5-1 gegn Chelsea. Hér að neðan má sjá þegar Bowen reifst við stuðningsmenn og eins og sjá má endaði það með því að liðsfélagar hans, Tomas Soucek og Alphonse Areola, þurftu að stökkva til og koma honum í burtu. Jarrod Bowen has apologised on social media for his conduct following West Ham's Carabao Cup exit. pic.twitter.com/bYXYYtlWTl— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2025 Miðað við athugasemdir á samfélagsmiðlum virðast stuðningsmenn West Ham styðja við Bowen og frekar blöskra framferði þeirra stuðningsmanna sem reittu fyrirliðann til reiði. Bowen virðist engu að síður hafa séð að sér því hann birti svo afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum mjög skömmu síðar. „Ég bið stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum í kvöld. Ég er ástríðufullur maður og mun alltaf berjast þegar ég stíg inn á völlinn. En ég verð að sýna betra fordæmi og þið stuðningsmenn vitið hversu mikið ég dýrka ykkur og þetta félag! Við komumst saman í gegnum erfiða tíma og ég sé ykkur á sunnudaginn,“ skrifaði Bowen. West Ham sækir Nottingham Forest heim á sunnudaginn í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Bowen hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu en hann var bersýnilega reiður eftir eitthvað sem sagt var við hann að loknu afar sáru 3-2 tapi gegn Wolves í enska deildabikarnum í fótbolta í gær. Þeir stuðningsmenn West Ham sem fylgdu liðinu á leikinn sáu Hamrana missa niður 2-1 forskot á lokakafla leiksins þegar Jörgen Strand Larsen skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Áður hafði West Ham tapað illa í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeildinni, 3-0 gegn Sunderland og 5-1 gegn Chelsea. Hér að neðan má sjá þegar Bowen reifst við stuðningsmenn og eins og sjá má endaði það með því að liðsfélagar hans, Tomas Soucek og Alphonse Areola, þurftu að stökkva til og koma honum í burtu. Jarrod Bowen has apologised on social media for his conduct following West Ham's Carabao Cup exit. pic.twitter.com/bYXYYtlWTl— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2025 Miðað við athugasemdir á samfélagsmiðlum virðast stuðningsmenn West Ham styðja við Bowen og frekar blöskra framferði þeirra stuðningsmanna sem reittu fyrirliðann til reiði. Bowen virðist engu að síður hafa séð að sér því hann birti svo afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum mjög skömmu síðar. „Ég bið stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum í kvöld. Ég er ástríðufullur maður og mun alltaf berjast þegar ég stíg inn á völlinn. En ég verð að sýna betra fordæmi og þið stuðningsmenn vitið hversu mikið ég dýrka ykkur og þetta félag! Við komumst saman í gegnum erfiða tíma og ég sé ykkur á sunnudaginn,“ skrifaði Bowen. West Ham sækir Nottingham Forest heim á sunnudaginn í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira