Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:11 Hér má sjá Hermann Göring yfirgefa listaverkasölu Goudstikker eftir að sá síðarnefndi flúði borgina. EPA Málverk sem nasistar stálu af listaverkasala af gyðingsættum í Hollandi fannst áttatíu árum síðar á ljósmynd í fasteignaauglýsingu í Argentínu. Verkið hafði þá ferðast á milli landa og er nú talið vera í eigu dætra embættismanns nasista. Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki. Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Málverkið Fra' Galgario, málað af Giuseppe Ghislandi, var í eigu listaverkasalans Jacques Goudstikker. Hann var búsettur í Amsterdam en flúði þaðan í maí 1940 þegar nasistar Þýskalands nálguðust borgina. Hann fór um borð í skip en lést þar eftir að hafa fallið í lest skipsins og hálsbrotnað. Goudstikker átti yfir ellefu hundruð málverk en eftir flótta hans keypti Hermann Göring, einn æðsti maður Þriðja ríkisins, þau á afar lágu verði. Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar var einhverjum verkum skilað til Hollendinga og voru þau til sýnis á Rijkmuseum. Marei von Saher, tengdadóttir Goudstikker, fékk síðan verkin en hún var eini erfingi hans á lífi. Umrætt verk var ekki þar á meðal. Það var hollenska dagblaðið AD sem uppljóstraði hvað hafði orðið um málverkið, en það var merkt sem óskilað í gagnagrunni hollenska menningarráðuneytisins. Í frétt þeirra segir að samkvæmt skjölum frá stríðsárunum var verkið í eigu Friedrich Kadgien, embættismanns nasista. Hann hefði flúið til Sviss árið 1945, síðan Brasilíu og að lokum til Argentínu þar sem hann lést árið 1978. Blaðamenn AD hefðu ítrekað reynt að ná sambandi við dætur Kadgien, en þær hefðu aldrei svarað. Að lokum fór Peter Schouten, blaðamaður AD, til Argentínu og heimsótti dæturnar. Þær komu ekki til dyra en þar kom Schouten auga á merkingu sem gaf til kynna að húsið væri til sölu. Eftir að hafa flett í gegnum ljósmyndir af húsinu sáu blaðamenn blaðsins að þar héngi málverkið uppi á vegg. Vitnað er í fræðimenn í listasögu sem telja að um sé að ræða hið raunverulega Fra' Galgario. Dæturnar sem eiga málverkið neita hins vegar að ræða við blaðamennina, greinir Guardian frá en þar má sjá mynd af umræddu málverki.
Argentína Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Holland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira