Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2025 10:32 Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun