Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. ágúst 2025 12:20 Arnar Sigurðsson er eigandi Santewines SAS. Facebook Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“ Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Greint var frá því í gær að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra Smáríkisins, sem rekur erlenda netsölu með áfengi, vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til sölu áfengis. Ákæran hefur verið í burðarliðnum í um fimm árum. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, sem sér um netverslun áfengis býst við ákæru gegn sér hvað úr hverju sem sé undarlegt. „Það eru yfirgnæfandi líkur að þessu verði annað hvort vísað frá, fyrir dómi, eða að sá sem er kærður sé sýknaður.“ Að hans mati sé það merki um togstreitu innan lögreglunnar að lögreglustjóri gefi út ákæru í málinu skömmu eftir að sviðstjóri ákærusviðs sagði það ekki liggja fyrir. „Það er augljóst að fólk er eitthvað ósátt eða stígur allavega ekki í takt þarna í þessu embætti.“ Hann biðlar til löggjafans og stjórnvalda að vinna í takt við neytendur sem hafi snúið baki við einokun ríkisins. „Þetta er náttúrulega alveg gjörunnið mál. Frelsið sigrar alltaf að lokum. Hins vegar væri ég alveg til í að verja mínum peningum í annað.“ Öllum í hag að fá niðurstöðu í þetta mál Daði Már Kristófersson, fjármála og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að fá niðurstöðu dómstóla í málinu áður en nokkuð er aðhafst sem varðar netsölu áfengis. „Það er mjög mikilvægt að við fáum skýringu á því hvort þetta sé innan heimilda laganna og það á eftir að taka um það umræðu. Það fer þá í meðferð þingsins hvort ástæða sé til að breyta þeim.“ Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Vísir/Ívar Fannar Þetta er einn af þeim málaflokkum sem að er mismunandi sjónarmið í mismunandi flokkum innan ríkisstjórnarinnar. Mikilvægast sé að fyrirtæki starfi eftir þeirri löggjöf sem sé við lýði. Er það óheppilegt ef að fyrirtæki eða framkvæmdastjóra verði mögulega fórnað á altari lögskýringarsjónarmiða? „Ég lít nú ekki þannig á. Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem þessir aðilar hafa tekið og hljóta að hafa gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem þeir hafa verið að taka. Ég ímynda mér að þeir séu jafn áfram með það að við fáum skýrt hvort að þetta rúmast innan núverandi löggjafar eða ekki.“
Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira