Enski boltinn

Palmer meiddist í upp­hitun og ekki með gegn West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cole Palmer var markahæsti leikmaður Chelsea á síðasta tímabili.
Cole Palmer var markahæsti leikmaður Chelsea á síðasta tímabili. epa/VINCE MIGNOTT

Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer leikur ekki með Chelsea sem sækir West Ham United heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Palmer átti að vera í byrjunarliði Chelsea, eins og hann er jafnan, en hann meiddist í upphitun og verður ekki með gegn West Ham.

Estevao, átján ára Brasilíumaður, kemur inn í byrjunarlið Chelsea í stað Palmers.

Estevao kom til Chelsea frá Palmeiras í heimalandinu eftir HM félagsliða í sumar. Hann hefur leikið fimm landsleiki fyrir Brasilíu.

Leikur West Ham og Chelsea hófst klukkan 19:00. Hann er sýndur beint á Sýn Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×