Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 21:54 Gamli inngangurinn að húsnæði MÍR við Hverfisgötu 105. Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00