Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2025 21:54 Gamli inngangurinn að húsnæði MÍR við Hverfisgötu 105. Vísir/Vilhelm Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Húsnæðið er að Hverfisgötu 105, er tæpir 300 fermetrar að stærð og er að fullu í eigu MÍR. Heimildin greindi frá því að Sósíalistar væru fluttir þangað inn. Sæþór Benjamín Randall, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir að leigusamningur hafi ekki verið undirritaður formlega en það sé mikill vilji hjá báðum aðilum. „Það er eitthvað óvíst hver er með umboð til að skrifa undir samninginn hjá þeim, en þetta eru formsatriði sem á eftir að ganga frá,“ segir Sæþór. Nýtt húsnæði sé ódýrara en gamla húsnæðið í Bolholti, og betri staður fyrir stjórnmálaflokk. „Gamla framkvæmdastjórnin í flokknum var náttúrulega bara að hugsa um húsnæði sem hentaði Samstöðinni. Húsnæðið í Bolholti var mjög dýrt og ekki fullkomið fyrir stjórnmálaflokk.“ Fundarhöld um díalektíska efnishyggju Sæþór segir að fyrstu kynni hans af húsnæðinu hafi verið á fundi á vegum DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju sem er skráð trú- og lífsskoðunarfélag á Íslandi. „DíaMat héldu fund hjá MÍR, það voru haldnar ræður í þessu húsnæði, og við hugsuðum að þetta húsnæði gæti hentað mjög vel,“ segir hann. MÍR hafi tekið mjög vel á móti Sósíalistaflokknum. Hins vegar sé ekki um neitt samstarf að ræða milli félagsins og flokksins, húsnæðið hafi bara hentað vel. Ekkert pólitískt samstarf Sigurður Hergeir Einarsson, formaður MÍR, segir að svona hafi málin einfaldlega þróast þegar Sósíalistaflokkurinn klofnaði. Ekkert pólitískt samstarf sé í farvatninu. „Neineinei. MÍR er menningarfélag og Sósíalistar eru pólitískur flokkur. MÍR heldur sig fyrir utan pólitík, þótt menn hafi alveg skoðanir á pólitík.“ Þannig þið sitjið bara og hlustið á Rachmaninoff og lesið Dostoevsky? „Jájá, við höfum farið á námskeið hjá Gunnari Þorra Péturssyni í Karamazov-bræðrum, sem er alveg stórkostleg bók.“ „En það er mikill munur á menningarfélagi og pólitískum flokk.“ Sigurður segir aðalfund MÍR munu fara fram í september, þar sem menn verða kjörnir í stjórn og farið verði yfir ýmis mál. Til stóð að halda aðalfund í félaginu í maí síðastliðnum, en hópur fólks kom í veg fyrir að hann yrði haldinn. Deilur hafa staðið um framtíð félagsins allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Sjá nánar um deilurnar innan MÍR hér.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. 20. maí 2025 07:31
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent