83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 18:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir nýjar upplýsingar um hlutfall almennra borgara meðal látinna á Gasa sjokkerandi. Vísir/AP Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. Fréttastofa Guardian ásamt ísraelsk-palestínska miðlinum +972 Magazine og miðlinum Local Call, birti í dag fréttir unnar úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem lekið var til miðlanna. Í gögnunum má finna tölur um þá sem hafa fallið frá upphafi stríðsins á Gasa, sem hófst 7. október 2023 fram til maímánaðar þessa árs. Eftir nítján mánuði af stríði höfðu 53 þúsund Palestínumenn verið drepnir í árásum á Gasa. Þar af voru 8.900 Hamas-liðar, sem gefur til kynna að 83 prósent fallinna hafi verið almennir borgarar. „Þetta eru náttúrulega sjokkerandi upplýsingar, það er algjörlega ljóst að mannfall í þessu stríði er orðið algjörlega óviðunandi og miklu meira en það. Ef það er rétt að fimm af hverjum sex sem hafa látist komi úr röðum óbreyttra borgara: Barna, kvenna, gamalmenna, þá gengur þetta út fyrir öll mörk. Allir hljóta að sjá það og vera sammála um það að svona getur hernaður ekki verið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. „Þjóðernishreinsanir eru löngu hafnar“ Þegar við sjáum þessar tölur: 53 þúsund manns, þar af 44 þúsund almennir borgarar, svo er verið að svelta fólk, það eru stöðugar árásir á fólk sem sækir sér mannúðaraðstoð og fólk sem heldur til í tjaldbúðum sem eiga að heita öruggar. Hvenær er kominn tími á að kalla þetta þjóðarmorð? „Eins erfitt og er að segja það, af því að við Íslendingar erum eindregnir talsmenn þess að alþjóðalögum sé fylgt og við virðum ekki síst dómstóla. Það sem mér finnst líka mjög alvarlegt er að við sjáum dómara og saksækjendur hjá alþjóðadómstólunum verða fyrir allskonar þvingunum af hálfu ríkja sem eru að leggja stein í götu þeirra til að fylgja eftir alþjóðalögum. Það út af fyrir sig er áhyggjuefni fyrir alþjóðasamfélagið,“ segir Þorgerður. Fjölmargir hafa verið drepnir af Ísraelsher við það að sækja neyðaraðstoð.AP Photo/Abdel Kareem Hana „Það er alþjóðadómstóla að dæma um þetta en það breytir ekki því, og ég hef sagt, að allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs. Þjóðernishreinsanir eru löngu hafnar og þetta er að verða eins viðurstyggilegt í nútímasögu og hægt er. Þó að við segjum að það sé komið nóg af orðum þá er samt gott að finna að þrýstingur hjá fleiri ríkjum er að verða meiri. Það er ekki hægt að horfa upp á þennan hrylling á Gasa í boði ísraelsku ríkisstjórnarinnar.“ Sögðu tölurnar allt í einu rangar Samkvæmt gögnum frá háskólanum í Uppsölum eru aðeins örfá dæmi um að hlutfall almennra borgara meðal látinna hafi verið svo hátt. Almennir borgarar töldu 92 prósent fallinna í fjöldamorðinu í Srebrenica, sem framið var á árunum 1992 til 1995. 95 prósent látinna í umsátri Rússa um Mariupol árið 2022 voru almennir borgarar og 99,8 prósent fallinna voru almennir borgarar í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994. Bæði í tilfelli Srebrenica og Rúanda þurfti alþjóðasamfélagið að grípa inn í og voru sendir friðargæsluliðar á báða staði til að stilla til friðar. „Ég held að þessi tilvik séu eitthvað sem alþjóðasamfélagið verður að taka til sín og verður að stíga fastar niður fæti. Það er alveg ljóst, með hverri yfirlýsingunni og aðgerðinni á fætur annarri af hálfu Ísraela, að þeim er enginn fengur í því að hlusta á alþjóðasamfélagið. Þeir ryðjast áfram með þeim afleiðingum að verið er að minnka möguleikann á varanlegum friði,“ segir Þorgerður. „Það þarf að stoppa þennan hrylling á Gasa, dráp á óbreyttum borgurum og til þess hafa verið notuð ógeðfelld meðul sem eru skýlaus brot á alþjóðalögum eins og að beita hungri og hungursneyð sem vopni í stríði. Ég hef sagt það áður að alþjóðasamfélagið hlýtur að læra af sögunni.“ Fram kemur í frétt Guardian um málið að í svörum hersins við fyrirspurnum Local Call og +972 Magazine hafi tölunum ekki verið mótmælt. Þegar Guardian sóttist eftir svörum hafði herinn ákveðið að „endurorða“ svar sitt, og sagði tölur í fréttinni rangar - en mótmælti ekki tilvist gagnanna. Nöturlegt að hlusta á orðræðu sumra forystumanna Nú hefur ísraelski herinn hafið nýjan fasa í stríðinu á Gasa, með hernámi Gasaborgar. Spýtt hefur verið verulega í árásir á borgina og voru þær nær linnulausar, um alla Gasaströnd, í morgun. Árásir á Palestínumenn, við dreifingarstöðvar neyðarbirgða, halda áfram og særðust þónokkrir við dreifingarstöðina í Zikim í morgun. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu endanlega í gær landtökubyggðina E1 á Vesturbakkanum, sem mun skera svæðið í tvennt. Margir óttast, og ísraelsk stjórnvöld hafa raunar lýst því yfir, að þar með verði ómögulegt fyrir Palestínumenn að stofna sjálfstætt ríki. Fjölmargar alþjóðastofnanir hafa fordæmt ísraels yfirvöld fyrir að beita hungri sem vopni í stríðinu. Stór hluti íbúa er vannærður.AP Photo/Abdel Kareem Hana „Þessar einhliða aðgerðir ríkisstjórnar Ísrael eru að engu leyti til þess fallnar að stuðla að friði og öryggi í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Enda hefur maður það á tilfinningunni að það sé markmiðið að gera úti um möguleikann að ríki Palestínumanna verði að veruleika,“ segir Þorgerður. „Allt þetta sem grefur undan því að möguleiki verði á tveggja ríkja lausn er til þess fallið að það verði óöryggi, stríðsátök, á næstu árum og áratugum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé ætlun stjórnvalda í Ísrael. En það er náttúrulega líka nöturlegt að hlusta á yfirlýsingar sumra forystumanna í ríkisstjórninni, eins og fjármálaráðherrans sem er beinlínis búinn að lýsa því yfir að markmiðið sé að koma í veg fyrir sjálfstætt ríki Palestínu.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. 21. ágúst 2025 13:48 Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. 20. ágúst 2025 14:29 Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. 20. ágúst 2025 00:01 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Fréttastofa Guardian ásamt ísraelsk-palestínska miðlinum +972 Magazine og miðlinum Local Call, birti í dag fréttir unnar úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem lekið var til miðlanna. Í gögnunum má finna tölur um þá sem hafa fallið frá upphafi stríðsins á Gasa, sem hófst 7. október 2023 fram til maímánaðar þessa árs. Eftir nítján mánuði af stríði höfðu 53 þúsund Palestínumenn verið drepnir í árásum á Gasa. Þar af voru 8.900 Hamas-liðar, sem gefur til kynna að 83 prósent fallinna hafi verið almennir borgarar. „Þetta eru náttúrulega sjokkerandi upplýsingar, það er algjörlega ljóst að mannfall í þessu stríði er orðið algjörlega óviðunandi og miklu meira en það. Ef það er rétt að fimm af hverjum sex sem hafa látist komi úr röðum óbreyttra borgara: Barna, kvenna, gamalmenna, þá gengur þetta út fyrir öll mörk. Allir hljóta að sjá það og vera sammála um það að svona getur hernaður ekki verið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. „Þjóðernishreinsanir eru löngu hafnar“ Þegar við sjáum þessar tölur: 53 þúsund manns, þar af 44 þúsund almennir borgarar, svo er verið að svelta fólk, það eru stöðugar árásir á fólk sem sækir sér mannúðaraðstoð og fólk sem heldur til í tjaldbúðum sem eiga að heita öruggar. Hvenær er kominn tími á að kalla þetta þjóðarmorð? „Eins erfitt og er að segja það, af því að við Íslendingar erum eindregnir talsmenn þess að alþjóðalögum sé fylgt og við virðum ekki síst dómstóla. Það sem mér finnst líka mjög alvarlegt er að við sjáum dómara og saksækjendur hjá alþjóðadómstólunum verða fyrir allskonar þvingunum af hálfu ríkja sem eru að leggja stein í götu þeirra til að fylgja eftir alþjóðalögum. Það út af fyrir sig er áhyggjuefni fyrir alþjóðasamfélagið,“ segir Þorgerður. Fjölmargir hafa verið drepnir af Ísraelsher við það að sækja neyðaraðstoð.AP Photo/Abdel Kareem Hana „Það er alþjóðadómstóla að dæma um þetta en það breytir ekki því, og ég hef sagt, að allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs. Þjóðernishreinsanir eru löngu hafnar og þetta er að verða eins viðurstyggilegt í nútímasögu og hægt er. Þó að við segjum að það sé komið nóg af orðum þá er samt gott að finna að þrýstingur hjá fleiri ríkjum er að verða meiri. Það er ekki hægt að horfa upp á þennan hrylling á Gasa í boði ísraelsku ríkisstjórnarinnar.“ Sögðu tölurnar allt í einu rangar Samkvæmt gögnum frá háskólanum í Uppsölum eru aðeins örfá dæmi um að hlutfall almennra borgara meðal látinna hafi verið svo hátt. Almennir borgarar töldu 92 prósent fallinna í fjöldamorðinu í Srebrenica, sem framið var á árunum 1992 til 1995. 95 prósent látinna í umsátri Rússa um Mariupol árið 2022 voru almennir borgarar og 99,8 prósent fallinna voru almennir borgarar í þjóðarmorðinu í Rúanda árið 1994. Bæði í tilfelli Srebrenica og Rúanda þurfti alþjóðasamfélagið að grípa inn í og voru sendir friðargæsluliðar á báða staði til að stilla til friðar. „Ég held að þessi tilvik séu eitthvað sem alþjóðasamfélagið verður að taka til sín og verður að stíga fastar niður fæti. Það er alveg ljóst, með hverri yfirlýsingunni og aðgerðinni á fætur annarri af hálfu Ísraela, að þeim er enginn fengur í því að hlusta á alþjóðasamfélagið. Þeir ryðjast áfram með þeim afleiðingum að verið er að minnka möguleikann á varanlegum friði,“ segir Þorgerður. „Það þarf að stoppa þennan hrylling á Gasa, dráp á óbreyttum borgurum og til þess hafa verið notuð ógeðfelld meðul sem eru skýlaus brot á alþjóðalögum eins og að beita hungri og hungursneyð sem vopni í stríði. Ég hef sagt það áður að alþjóðasamfélagið hlýtur að læra af sögunni.“ Fram kemur í frétt Guardian um málið að í svörum hersins við fyrirspurnum Local Call og +972 Magazine hafi tölunum ekki verið mótmælt. Þegar Guardian sóttist eftir svörum hafði herinn ákveðið að „endurorða“ svar sitt, og sagði tölur í fréttinni rangar - en mótmælti ekki tilvist gagnanna. Nöturlegt að hlusta á orðræðu sumra forystumanna Nú hefur ísraelski herinn hafið nýjan fasa í stríðinu á Gasa, með hernámi Gasaborgar. Spýtt hefur verið verulega í árásir á borgina og voru þær nær linnulausar, um alla Gasaströnd, í morgun. Árásir á Palestínumenn, við dreifingarstöðvar neyðarbirgða, halda áfram og særðust þónokkrir við dreifingarstöðina í Zikim í morgun. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu endanlega í gær landtökubyggðina E1 á Vesturbakkanum, sem mun skera svæðið í tvennt. Margir óttast, og ísraelsk stjórnvöld hafa raunar lýst því yfir, að þar með verði ómögulegt fyrir Palestínumenn að stofna sjálfstætt ríki. Fjölmargar alþjóðastofnanir hafa fordæmt ísraels yfirvöld fyrir að beita hungri sem vopni í stríðinu. Stór hluti íbúa er vannærður.AP Photo/Abdel Kareem Hana „Þessar einhliða aðgerðir ríkisstjórnar Ísrael eru að engu leyti til þess fallnar að stuðla að friði og öryggi í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Enda hefur maður það á tilfinningunni að það sé markmiðið að gera úti um möguleikann að ríki Palestínumanna verði að veruleika,“ segir Þorgerður. „Allt þetta sem grefur undan því að möguleiki verði á tveggja ríkja lausn er til þess fallið að það verði óöryggi, stríðsátök, á næstu árum og áratugum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að það sé ætlun stjórnvalda í Ísrael. En það er náttúrulega líka nöturlegt að hlusta á yfirlýsingar sumra forystumanna í ríkisstjórninni, eins og fjármálaráðherrans sem er beinlínis búinn að lýsa því yfir að markmiðið sé að koma í veg fyrir sjálfstætt ríki Palestínu.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. 21. ágúst 2025 13:48 Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. 20. ágúst 2025 14:29 Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. 20. ágúst 2025 00:01 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. 21. ágúst 2025 13:48
Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum. 20. ágúst 2025 14:29
Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. 20. ágúst 2025 00:01