„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 09:30 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Breiðablik er tveimur leikjum frá því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Það þýðir leikir langt fram eftir vetri og tæpur hálfur milljarður í kassann. Mikið er því undir, líkt og Halldór nefnir að ofan. Klippa: Deildarkeppni og hálfur milljarður undir Blikar koma hins vegar ekki í sínu besta formi inn í verkefnið. Brotalamir hafa verið á leik liðsins að undanförnu og það ekki unnið leik síðan 19. júlí, leikið átta í röð án þess að fagna sigri. En hvernig má það vera? „Það eru svo margar skýringar á því. Það er mjög augljós skýring af hverju við unnum ekki einn leik, en ég ætla ekki að segja það í þessu viðtali. Fjórir af þessum leikjum eru gegn gríðarlega sterkum erlendum atvinnumannaliðum – það eru alls konar afsakanir til í þessu,“ segir Halldór og bætir við að Blikar hafi fyrst og fremst verið sjálfum sér verstir: „En heilt yfir höfum við þurft að gera betur, sérstaklega sóknarlega. Svo í síðasta leik, þegar sóknarleikurinn er góður slökkva menn á varnarleiknum. Við þurfum auðvitað að setja saman frammistöður þar sem við erum góðir á öllum vígstöðvum. Það eru allskyns skýringar á því af hverju niðurstaða leikja er eins og hún er. En ef þú ætlar að haga undirbúningi eingöngu út frá því hvernig niðurstaðan er, þá nærðu engum framförum,“ segir Halldór. Fatalt að vanmeta andstæðinginn Andstæðingur dagsins er ekki sérlega hátt skrifaður, enda frá smáríkinu San Marínó. Lið þaðan hefur aldrei komist svo langt í forkeppni í Evrópu. Er öll pressan á Blikum? „Það er auðvelt að setja það þannig upp. En nú hefur þú verið að spá í nánustu fortíð og það síðasta sem þeir gerðu var að pakka saman moldóvsku meisturunum 3-0 og slá þá út. Lið sem við þekkjum best frá Moldóvu er Sherriff, sem hefur verið í riðlakeppni ár eftir ár. Svona til að setja það í samhengi,“ „Það er ekkert lið á þessum stað ef það getur ekki neitt og við berum mikla virðingu fyrir því sem þeir hafa gert. En við teljum okkur sterkara lið en þeir og reynslumeiri á þessu sviði. Við ætlum okkur áfram. En að fara að vanmeta þá eða halda að eitthvað sé gefið er bara bilun,“ segir Halldór. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Leikur Breiðabliks og Virtus hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sýn Sport Ísland.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira