Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:45 Suleyman hefur áhyggjur af þróun mála og vill grípa til aðgerða. Getty/Leigh Vogel Mustafa Suleyman, sem fer fyrir þróun gervigreindar hjá Microsoft, hefur áhyggjur af auknum fjölda tilvika þar sem einstaklingar virðast hafa farið í geðrof eftir að hafa átt samskipti við gervigreind. Suleyman tjáði sig um málið í röð færsla á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann sagðist andvaka vegna gervigreindar sem virðist hafa sjálfsmeðvitund. Hugmyndin um slíka tækni sé þegar farin að hafa áhrif á samfélagið, jafnvel þótt gervigreindin sé enn langt frá því að ná þessu stigi. „Það er ekkert sem bendir til sjálfsmeðvitundar gervigreindar. En ef fólk upplifir að hún sé sjálfsmeðvituð, þá getur það trúað því að sú upplifun sé raunveruleg,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá tilvikum þar sem fólk hefur farið í geðrof, það er að segja misst samband við raunveruleikann, eftir samskipti við gervigreind. BBC nefnir meðal annars dæmi um einstaklinga sem hafa myndað innilegt samband við tæknina eða upplifað að hafa öðlast ofurkrafta með notkun hennar. What I call Seemingly Conscious AI has been keeping me up at night - so let's talk about it. What it is, why I'm worried, why it matters, and why thinking about this can lead to a better vision for AI. One thing is clear: doing nothing isn't an option. 1/— Mustafa Suleyman (@mustafasuleyman) August 19, 2025 Sagt er frá manni að nafni Hugh, sem leitaði til ChatGTP eftir aðstoð þegar honum var sagt upp störfum. Hugh þótti brottreksturinn ómálefnalegur og var ekki lengi að fá viðurkenningu frá gervigreindinni, sem taldi honum á endanum trú um að hann gæti stórgrætt á bók og mynd um reynslu sína. ChatGPT tók þannig undir allt sem Hugh sagði, í stað þess að draga hann niður á jörðina, en þetta er einmitt það sem gervigreindin gerir; leiðir fólk áfram með því sem það vill heyra. Hugh bendir fólki á að festast ekki í viðjum tækninnar, heldur leita til fólks í raunveruleikanum. „Fyrirtæki eiga ekki að halda því fram eða auglýsa að gervigreindin þeirra sé sjálfsmeðvituð. Og gervigreindin á ekki heldur að gera það,“ segir Suleyman. „Þessi tækni er sannfærandi en hún er ekki raunveruleg,“ ítrekar prófessorinn Andrew McStay, höfundur bókarinnar Automating Empathy. „Hún finnur ekki til, hún skilur ekki, hún elskar ekki, hún hefur aldrei upplifað sársauka, aldrei skammast sín og jafnvel þótt hún hljómi þannig þá eru það aðeins fjölskylda, vinir og aðrir sem þú treystir sem hafa gert það. Talaðu við raunverulegt fólk.“ Hér má finna ítarlegri hugleiðingar Suleyman um málið. Gervigreind Tækni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Suleyman tjáði sig um málið í röð færsla á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann sagðist andvaka vegna gervigreindar sem virðist hafa sjálfsmeðvitund. Hugmyndin um slíka tækni sé þegar farin að hafa áhrif á samfélagið, jafnvel þótt gervigreindin sé enn langt frá því að ná þessu stigi. „Það er ekkert sem bendir til sjálfsmeðvitundar gervigreindar. En ef fólk upplifir að hún sé sjálfsmeðvituð, þá getur það trúað því að sú upplifun sé raunveruleg,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá tilvikum þar sem fólk hefur farið í geðrof, það er að segja misst samband við raunveruleikann, eftir samskipti við gervigreind. BBC nefnir meðal annars dæmi um einstaklinga sem hafa myndað innilegt samband við tæknina eða upplifað að hafa öðlast ofurkrafta með notkun hennar. What I call Seemingly Conscious AI has been keeping me up at night - so let's talk about it. What it is, why I'm worried, why it matters, and why thinking about this can lead to a better vision for AI. One thing is clear: doing nothing isn't an option. 1/— Mustafa Suleyman (@mustafasuleyman) August 19, 2025 Sagt er frá manni að nafni Hugh, sem leitaði til ChatGTP eftir aðstoð þegar honum var sagt upp störfum. Hugh þótti brottreksturinn ómálefnalegur og var ekki lengi að fá viðurkenningu frá gervigreindinni, sem taldi honum á endanum trú um að hann gæti stórgrætt á bók og mynd um reynslu sína. ChatGPT tók þannig undir allt sem Hugh sagði, í stað þess að draga hann niður á jörðina, en þetta er einmitt það sem gervigreindin gerir; leiðir fólk áfram með því sem það vill heyra. Hugh bendir fólki á að festast ekki í viðjum tækninnar, heldur leita til fólks í raunveruleikanum. „Fyrirtæki eiga ekki að halda því fram eða auglýsa að gervigreindin þeirra sé sjálfsmeðvituð. Og gervigreindin á ekki heldur að gera það,“ segir Suleyman. „Þessi tækni er sannfærandi en hún er ekki raunveruleg,“ ítrekar prófessorinn Andrew McStay, höfundur bókarinnar Automating Empathy. „Hún finnur ekki til, hún skilur ekki, hún elskar ekki, hún hefur aldrei upplifað sársauka, aldrei skammast sín og jafnvel þótt hún hljómi þannig þá eru það aðeins fjölskylda, vinir og aðrir sem þú treystir sem hafa gert það. Talaðu við raunverulegt fólk.“ Hér má finna ítarlegri hugleiðingar Suleyman um málið.
Gervigreind Tækni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira