„Pylsa“ sækir í sig veðrið Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:54 Flestir þessara viðskiptavina hafa líklega pantað sér pylsu eða tvær. Að því gefnu að þeir séu Íslendingar. Vísir/Vilhelm Tæplega sextíu prósent þjóðarinnar segjast segja „pylsa“ frekar en „pulsa“ þegar talað er um þjóðarrétt okkar Íslendinga. Það er talsverð aukning síðan málið var kannað fyrir sjö árum. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna. Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun um þetta mál, sem hefur lengi klofið þjóðina í tvennt, segjast 59 prósent segja „pylsa“ en 41 prósent „pulsa“. Síðast þegar hugur þjóðarinnar var kannaður árið 2018 sögðust 56 prósent segja „pylsa“ en 44 prósent „pulsa“. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Könnunin fór fram frá 18. til 23. júlí 2025 og svarendur voru 1.004 talsins. Hinir tekjulægstu segja „pylsa“ Ýmislegt athyglisvert má lesa út úr sundurliðun Maskínu á svörum fólks. Þar kemur meðal annars fram að karlar eru mun líklegri til að segja „pylsa“ en konur. Það gera 68 prósent þeirra en aðeins 49 prósent kvenna. Þá segir, eins og flesta hefði líklega grunað, að 90 prósent íbúa Norðurlands segi „pylsa“. Íbúar Suðurland og Reykjaness eru líklegastir til að segja „pulsa“, eða 55 prósent þeirra. Hvað tekjuskiptingu varðar eru þeir sem eru með lægstu heimilistekjurnar, lægri en 550 þúsund krónur á mánuði, líklegastir til að segja „pylsa“. Þeir sem eru með næstlægstu tekjurnar, 550 til 799 þúsund, eru aftur á móti ólíklegastir til að segja „pylsa“, eða rétt tæplega 50 prósent. Framsóknarmenn vilja ekki heyra minnst á pulsur Loks eru niðurstöðurnar sundurliðaðar eftir því hvaða stjórnmálaflokka svarendur myndu kjósa ef kosið yrði í dag. Kjósendur Framsóknar eru langlíklegastir til að segja „pylsa“, 79 prósent, og Sósíalistar næstlíklegastir, 74 prósent. Aftur á móti eru Píratar harðir „pulsu“-menn en 65 prósent þeirra segjast segja „pulsa“. Það segja einnig 45 prósent Sjálfstæðismanna.
Íslensk tunga Matur Skoðanakannanir Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“