„Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. janúar 2026 07:00 Björk Guðmundsdóttir og Inga Óskarsdóttir eru höfundar vefþáttanna Framakvenna og leika jafnframt aðalhlutverkin. Auk þeirra bregður leikurum á borð við Egil Andrason, Fjölni Gíslason og Telmu Huld Jóhannesdóttur fyrir. Vefþættirnir Framakonur fjalla um tvær mislukkaðar og framagjarnar konur sem reyna að koma sér á kortið en skortir alla hæfni og enda í ógöngum. Höfundarnir Inga Óskarsdóttir og Björk Guðmundsdóttir byggja þættina að hluta til á eigin lífi og ákváðu að skella þeim á Youtube til að dreifa gleðinni. „Í rauninni höfðum við ekki setið lengi á þessu. Okkur langaði að gera þætti og vorum alltaf með einhverja svona mockumentary-þætti í huga,“ segir Inga um aðdragandann að þáttunum Framakonum sem hún gerði með Björk og komu á Youtube í byrjun desember. Freyðivín í pottinum er lykilatriði. Þættirnir eru háðsheimildarþættir (e. mockumentary show) þar sem skáldaðir atburðir birtast áhorfendum á heimildarmyndaformi. Þekktastir slíkra þátta eru The Office (2005-13) og Modern Family (2009-20) en hérlendis má nefna þætti á borð við Sigtið (2006), Ligeglad (2016) og Hver drap Friðrik Dór? (2021). „Við vorum búnar að vera með þetta í maganum en vorum ekki að gera neitt í því. Síðan var ég að horfa á YouTube og sá svo gott efni þar og hugsaði: „Af hverju er maður ekki bara að setja efni á YouTube?“ Það er svo mikil gjöf að fá eitthvað gott efni á YouTube sem maður getur bara horft á frítt,“ segir Inga. „Okkur fannst það tækifæri fyrir okkur að koma einhverju út, koma sjálfum okkur á framfæri og gefa öðrum efni til að horfa á,“ bætir hún við. Stiklu úr þáttunum má sjá hér að neðan: Klippa: Framakonur - stikla Framakonur trana sér fram „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegur týpur því þetta eru svona framakonur að reyna að koma sér á framfæri en eru einhvern veginn með allt niður um sig. Að sjá konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept,“ segir Björk. „Á þessum tíma var ég í framkvæmdum með kærastanum mínum og mér datt í hug að búa í hjólhýsi fyrir utan blokkina, sem er náttúrulega bara galin hugmynd. Á tímapunkti langaði okkur að þessar framakonur myndu líka búa í hjólhýsi en það færðist yfir í svona glataða bílskúrsíbúð af því það gerði tökurnar aðeins auðveldari í framkvæmd,“ segir Björk og bætir við: „Margt úr lífi okkar byrjaði að blæða inn í þetta.“ Það er erfitt að vera framagjarn fyrirlesari. Ungar atvinnukonur sem sérhæfa sig í að halda innblásna fyrirlestra voru innblástur að aðalpersónunum tveimur en byggja líka á höfundunum sjálfum. „Þetta eru alltaf svona geggjaðar konur sem eru góðar í því sem þær gera og konseptið er að vera svona týpur nema bara klúðra því algjörlega, þær hafa algjörlega eldmóðinn en bara engan veginn hæfnina til að framkvæma það,“ segir Inga. „Þær líta rosalega mikið upp til þessara kvenna, vilja vera eins og þær sama hvað, en eru ekki alveg að vinna vinnuna til þess að komast á þann stað,“ bætir Björk við. „Að vilja vera frumkvöðull er rosa ríkt í samfélaginu núna. En maður greinir stundum undirtóninn að fólk veit ekki alveg hvers konar frumkvöðull það vill vera eða hvernig það ætlar að fara að því. Þær átta sig ekki alveg á því af hverju þær eru ekki að eignast pening og af hverju enginn vill sjá þetta,“ segir Inga. Björk bætir við (og spillir þáttunum um leið) að á endanum leiðist framakonurnar út í hálfgert pýramídasvindl að hvatningu kolklikkaða umboðsmannsins Bárðs, sem Fjölnir Gíslason leikur frábærlega. Oft sé stutt í svindlið í þessum bransa. Tóku yfir heimili foreldranna „Hugmyndin kviknaði í byrjun ágúst. Ég skrifaði fimm handrit á einu bretti, endurskrifaði ekkert og gerði þetta eins hratt og ég gat. Svo var náttúrulega mikill spuni í tökum. Við skutum þetta í september og byrjun október, tókum frí í vinnunni því við erum öll í verkefnum og fullri vinnu,“ segir Inga. „Þetta endaði í þremur tökudögum fyrir fimm þætti. Þetta var rosalegt,“ bætir Björk við. Inga og Björk skrifa, framleiða og leika í Framakonum. Fyrir utan að leika aðalhlutverkin tvö þá framleiddu þær einnig þættina með tökumanninum Róberti Magnússyni sem brá sér í ýmissa kvikinda líki bak við myndavélina. „Róbert tók þetta upp á myndavél sem hann á og var eins manns tækniteymi með hljóðbúnað sem hann átti. Svo notuðum við það sem við höfðum, fengum að vera heima hjá foreldrum Bjarkar og tókum yfir heimili þeirra. Þannig það fór eiginlega ekki neinn peningur í þetta,“ segir Inga. „Mamma mín kom með mat fyrir okkur og Ástrós, konan hans Róberts, sá um búninga. Þannig þetta var algjör fjölskylduframleiðsla og samvinna,“ bætir hún við. Þið droppið þessu á YouTube sem er gaman fyrir hvern þann sem vill sjá. En væri ekki skemmtilegra að koma þessu á stað þar sem dreifingin er meiri, í sjónvarpi eða á innlendum veitum. Sjáið þið fyrir ykkur framhaldslíf? „Alveg klárlega, þetta var hugsað sem fyrsta skref í að koma út þessu barni sem við vorum með í maganum. Vonandi sér það einhver og þá hefur maður líka eitthvað í höndunum til að að sanna sig og koma sér eitthvað lengra. Okkur langar mjög mikið að gera aðra seríu og alveg helst fyrir smá pening, það væri næs,“ segir Inga. Sóttu leikara á djammið og skutluðu aftur á djammið Inga og Björk koma báðar úr leikhúsheiminum. Inga er menntaður sviðshöfundur og hefur leikstýrt ýmsum verkefnum en Björk útskrifaðist sem leikari úr LHÍ 2021, hefur verið í Improv Ísland í áratug og leikið í bæði leikhúsi og sjónvarpi. Auk þeirra tveggja koma ýmsir góðir leikarar við sögu í þættinum. Berglind Halla Elíasdóttir leikur brjálaðan leigusala með reiðivandamál, Telma Huld Jóhannesdóttir leikur alvöru framakonu og ástarvifang, Fjölnir Gíslason er umboðsmaðurinn Bárður og Egill Andrason leikur skrautlega markþjálfann Fróða Frey. Egill Andrason leikur óþægilega markþjálfann Fróða Frey. „Það var galinn tökudagur,“ segir Björk um tökurnar með Agli. „Við sóttum hann af djamminu og skutluðum honum aftur á djammið þannig hann var alveg flottastur í tökunum,“ bætir Inga við. Fyrir utan mögulegt framhald af Framakonum er nóg fram undan hjá þeim stöllum. „Ég er allavega að fara að leikstýra norskri stuttmynd sem kemur einhvern tímann út á árinu,“ segir Inga. „Ég var að klára sýningartörn af Jónsmessunæturdraumi með leikhópnum Silfurskeiðinni í Tjarnarbíó sem fékk hellaða gagnrýni sem var geðveikt. Svo er fullt af þáttum sem ég var að leika í sem eru loksins að koma út á þessu ári þannig að ég er mjög spennt fyrir því. Svo er ég í ritlistinni þannig maður er alltaf að skrifa sitt eigið og ég er spennt að gera meira sjálf,“ segir Björk. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
„Í rauninni höfðum við ekki setið lengi á þessu. Okkur langaði að gera þætti og vorum alltaf með einhverja svona mockumentary-þætti í huga,“ segir Inga um aðdragandann að þáttunum Framakonum sem hún gerði með Björk og komu á Youtube í byrjun desember. Freyðivín í pottinum er lykilatriði. Þættirnir eru háðsheimildarþættir (e. mockumentary show) þar sem skáldaðir atburðir birtast áhorfendum á heimildarmyndaformi. Þekktastir slíkra þátta eru The Office (2005-13) og Modern Family (2009-20) en hérlendis má nefna þætti á borð við Sigtið (2006), Ligeglad (2016) og Hver drap Friðrik Dór? (2021). „Við vorum búnar að vera með þetta í maganum en vorum ekki að gera neitt í því. Síðan var ég að horfa á YouTube og sá svo gott efni þar og hugsaði: „Af hverju er maður ekki bara að setja efni á YouTube?“ Það er svo mikil gjöf að fá eitthvað gott efni á YouTube sem maður getur bara horft á frítt,“ segir Inga. „Okkur fannst það tækifæri fyrir okkur að koma einhverju út, koma sjálfum okkur á framfæri og gefa öðrum efni til að horfa á,“ bætir hún við. Stiklu úr þáttunum má sjá hér að neðan: Klippa: Framakonur - stikla Framakonur trana sér fram „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegur týpur því þetta eru svona framakonur að reyna að koma sér á framfæri en eru einhvern veginn með allt niður um sig. Að sjá konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept,“ segir Björk. „Á þessum tíma var ég í framkvæmdum með kærastanum mínum og mér datt í hug að búa í hjólhýsi fyrir utan blokkina, sem er náttúrulega bara galin hugmynd. Á tímapunkti langaði okkur að þessar framakonur myndu líka búa í hjólhýsi en það færðist yfir í svona glataða bílskúrsíbúð af því það gerði tökurnar aðeins auðveldari í framkvæmd,“ segir Björk og bætir við: „Margt úr lífi okkar byrjaði að blæða inn í þetta.“ Það er erfitt að vera framagjarn fyrirlesari. Ungar atvinnukonur sem sérhæfa sig í að halda innblásna fyrirlestra voru innblástur að aðalpersónunum tveimur en byggja líka á höfundunum sjálfum. „Þetta eru alltaf svona geggjaðar konur sem eru góðar í því sem þær gera og konseptið er að vera svona týpur nema bara klúðra því algjörlega, þær hafa algjörlega eldmóðinn en bara engan veginn hæfnina til að framkvæma það,“ segir Inga. „Þær líta rosalega mikið upp til þessara kvenna, vilja vera eins og þær sama hvað, en eru ekki alveg að vinna vinnuna til þess að komast á þann stað,“ bætir Björk við. „Að vilja vera frumkvöðull er rosa ríkt í samfélaginu núna. En maður greinir stundum undirtóninn að fólk veit ekki alveg hvers konar frumkvöðull það vill vera eða hvernig það ætlar að fara að því. Þær átta sig ekki alveg á því af hverju þær eru ekki að eignast pening og af hverju enginn vill sjá þetta,“ segir Inga. Björk bætir við (og spillir þáttunum um leið) að á endanum leiðist framakonurnar út í hálfgert pýramídasvindl að hvatningu kolklikkaða umboðsmannsins Bárðs, sem Fjölnir Gíslason leikur frábærlega. Oft sé stutt í svindlið í þessum bransa. Tóku yfir heimili foreldranna „Hugmyndin kviknaði í byrjun ágúst. Ég skrifaði fimm handrit á einu bretti, endurskrifaði ekkert og gerði þetta eins hratt og ég gat. Svo var náttúrulega mikill spuni í tökum. Við skutum þetta í september og byrjun október, tókum frí í vinnunni því við erum öll í verkefnum og fullri vinnu,“ segir Inga. „Þetta endaði í þremur tökudögum fyrir fimm þætti. Þetta var rosalegt,“ bætir Björk við. Inga og Björk skrifa, framleiða og leika í Framakonum. Fyrir utan að leika aðalhlutverkin tvö þá framleiddu þær einnig þættina með tökumanninum Róberti Magnússyni sem brá sér í ýmissa kvikinda líki bak við myndavélina. „Róbert tók þetta upp á myndavél sem hann á og var eins manns tækniteymi með hljóðbúnað sem hann átti. Svo notuðum við það sem við höfðum, fengum að vera heima hjá foreldrum Bjarkar og tókum yfir heimili þeirra. Þannig það fór eiginlega ekki neinn peningur í þetta,“ segir Inga. „Mamma mín kom með mat fyrir okkur og Ástrós, konan hans Róberts, sá um búninga. Þannig þetta var algjör fjölskylduframleiðsla og samvinna,“ bætir hún við. Þið droppið þessu á YouTube sem er gaman fyrir hvern þann sem vill sjá. En væri ekki skemmtilegra að koma þessu á stað þar sem dreifingin er meiri, í sjónvarpi eða á innlendum veitum. Sjáið þið fyrir ykkur framhaldslíf? „Alveg klárlega, þetta var hugsað sem fyrsta skref í að koma út þessu barni sem við vorum með í maganum. Vonandi sér það einhver og þá hefur maður líka eitthvað í höndunum til að að sanna sig og koma sér eitthvað lengra. Okkur langar mjög mikið að gera aðra seríu og alveg helst fyrir smá pening, það væri næs,“ segir Inga. Sóttu leikara á djammið og skutluðu aftur á djammið Inga og Björk koma báðar úr leikhúsheiminum. Inga er menntaður sviðshöfundur og hefur leikstýrt ýmsum verkefnum en Björk útskrifaðist sem leikari úr LHÍ 2021, hefur verið í Improv Ísland í áratug og leikið í bæði leikhúsi og sjónvarpi. Auk þeirra tveggja koma ýmsir góðir leikarar við sögu í þættinum. Berglind Halla Elíasdóttir leikur brjálaðan leigusala með reiðivandamál, Telma Huld Jóhannesdóttir leikur alvöru framakonu og ástarvifang, Fjölnir Gíslason er umboðsmaðurinn Bárður og Egill Andrason leikur skrautlega markþjálfann Fróða Frey. Egill Andrason leikur óþægilega markþjálfann Fróða Frey. „Það var galinn tökudagur,“ segir Björk um tökurnar með Agli. „Við sóttum hann af djamminu og skutluðum honum aftur á djammið þannig hann var alveg flottastur í tökunum,“ bætir Inga við. Fyrir utan mögulegt framhald af Framakonum er nóg fram undan hjá þeim stöllum. „Ég er allavega að fara að leikstýra norskri stuttmynd sem kemur einhvern tímann út á árinu,“ segir Inga. „Ég var að klára sýningartörn af Jónsmessunæturdraumi með leikhópnum Silfurskeiðinni í Tjarnarbíó sem fékk hellaða gagnrýni sem var geðveikt. Svo er fullt af þáttum sem ég var að leika í sem eru loksins að koma út á þessu ári þannig að ég er mjög spennt fyrir því. Svo er ég í ritlistinni þannig maður er alltaf að skrifa sitt eigið og ég er spennt að gera meira sjálf,“ segir Björk.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“