Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 14:30 Milos Kerkez er einn af nýju mönnunum hjá Liverpool sem hafa gert liðið líkara PSG að mati Arnars Gunnlaugssonar. Samsett/EPA/Sýn Sport „Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG. Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31
„Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00
„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03