„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hlynur Andrésson ætlar að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Metið er mánuði eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjá meira
Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjá meira