Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 19:25 Hér má sjá vettvang hraðbankaránsins. Vísir/Anton Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“ Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
„Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31