Sante fer í hart við Heinemann Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 18:05 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“ Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“
Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira