Sante fer í hart við Heinemann Jón Þór Stefánsson skrifar 19. ágúst 2025 18:05 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“ Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá eigendum Sante, Elíasi Blöndal Guðjónssyni og Arnari Sigurðssyni. Í tilkynningunni segir að áfengissala Fríhafnarinnar hafi verið ríkiseinkasala. „Þrátt fyrir þetta hefur Heinemann, einkarekið fyrirtæki, nú gert samning við opinbera hlutafélagið Isavia um rekstur hefðbundinnar smásölu á áfengi á Keflavíkurflugvelli. Slíkur rekstur hefur enga lagastoð. Tollalög fjalla um rekstur tollfrjálsra verslana og hvaða vörur megi selja þar en fela ekki í sér undanþágu frá einkarétti hins opinbera til smásölu á áfengi. Löggjafinn hefur aldrei tekið til umræðu, hvað þá samþykkt, að heimila einkaaðilum að reka smásöluverslanir með áfengi,“ segir í tilkynningunni. Elías og Arnar vilja meina að lögum hafi verið beitt með mismunandi hætti gagnvart þeim sem eiga í hlut. „Aðrir sem reynt hafa að starfrækja löglega netverslun með áfengi hafa þurft að sitja undir rannsókn lögreglu og eiga nú yfir höfði sér ákæru. Á sama tíma hefur Heinemann fengið að reka sína starfsemi án afskipta þrátt fyrir að um sé að ræða augljóst lögbrot, í skjóli samnings við opinbert hlutafélag,“ segja þeir. „Þetta jafngildir því að stjórnvöld hafi í framkvæmd afnumið einokun hins opinbera á smásölu á áfengi, en aðeins fyrir einn einkaaðila – Heinemann. Með þessu er komið á tvöföldu réttarkerfi þar sem einn aðili fær undanþágu sem öðrum er meinuð.“ Elías og Arnar segja að umrædd áfengissala Heinemann væri eins og ef einkaaðili í Reykjavík fengi að opna vínbúð og selja áfengi „í krafti leyfis sem stangast á við lög“ meðan öðrum væri umsvifalaust gert að loka. „Enginn myndi sætta sig við slíkt misræmi, hvorki almenningur né aðrir atvinnurekendur. Sömu lög gilda á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík.“
Netverslun með áfengi Áfengi Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira