Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lovísa Arnardóttir skrifar 19. ágúst 2025 14:28 Miklar skemmdir eru á húsnæðinu í Þverholti þar sem hraðbankinn var staðsettur. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. Stefán var ekki heima þegar lögreglan kom því hann er í haldi vegna rannsóknar lögreglu á manndrápi, frelsissviptingu, ráni og fjárkúgun manns í Gufunesi í mars síðastliðnum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán er einn fimm ákærðra í málinu en aðalmeðferð er síðar í þessum mánuði. Það gekk mikið á um fjögurleytið í nótt þegar hraðbankinn var tekinn.Vísir/Anton Brink Enn hefur enginn verið handtekinn vegna þjófnaðarins en almenningur hefur að sögn aðalvarðstjóra verið duglegt að senda inn ábendingar. „Þetta er í tengslum við rannsókn á máli. Við erum að leita að vísbendingum,“ segir Grétar Stefánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Vínlandsleið um aðgerðir lögreglunnar og sérsveitar í Mosfellsbæ síðdegis í dag. Hann segir sérsveitina hafa verið með til aðstoðar, það hafi ekki verið sérstök ástæða fyrir því. Grétar segir lögreglu fylgja ábendingum. Eins og fram kom í morgun var milljónum stolið þegar þjófarnir óku gröfu á hraðbankann og tóku hann úr hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti í Mosfellsbæ. Svo virðist sem gröfunni hafi verið ekið í gegnum bæinn frá framkvæmdasvæðinu við Blikastaðaland að hraðbankanum í Þverholti. Grétar segir eitthvað myndefni til af því og það séu vísbendingar um það hverjir hafi verið að verki. „Við fengum ábendingar og erum að fylgja þeim. Fólk hefur verið duglegt að láta vita ef það var vart við ferðir í nótt og við erum þakklát fyrir það.“ Uppfært klukkan 14:54 Samkvæmt heimildum fréttastofu fann lögreglan ekkert á heimili Stefáns og er á bak og burt. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu halda áfram að eltast við vísbendingar. Enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Stefán var ekki heima þegar lögreglan kom því hann er í haldi vegna rannsóknar lögreglu á manndrápi, frelsissviptingu, ráni og fjárkúgun manns í Gufunesi í mars síðastliðnum. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán er einn fimm ákærðra í málinu en aðalmeðferð er síðar í þessum mánuði. Það gekk mikið á um fjögurleytið í nótt þegar hraðbankinn var tekinn.Vísir/Anton Brink Enn hefur enginn verið handtekinn vegna þjófnaðarins en almenningur hefur að sögn aðalvarðstjóra verið duglegt að senda inn ábendingar. „Þetta er í tengslum við rannsókn á máli. Við erum að leita að vísbendingum,“ segir Grétar Stefánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Vínlandsleið um aðgerðir lögreglunnar og sérsveitar í Mosfellsbæ síðdegis í dag. Hann segir sérsveitina hafa verið með til aðstoðar, það hafi ekki verið sérstök ástæða fyrir því. Grétar segir lögreglu fylgja ábendingum. Eins og fram kom í morgun var milljónum stolið þegar þjófarnir óku gröfu á hraðbankann og tóku hann úr hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti í Mosfellsbæ. Svo virðist sem gröfunni hafi verið ekið í gegnum bæinn frá framkvæmdasvæðinu við Blikastaðaland að hraðbankanum í Þverholti. Grétar segir eitthvað myndefni til af því og það séu vísbendingar um það hverjir hafi verið að verki. „Við fengum ábendingar og erum að fylgja þeim. Fólk hefur verið duglegt að láta vita ef það var vart við ferðir í nótt og við erum þakklát fyrir það.“ Uppfært klukkan 14:54 Samkvæmt heimildum fréttastofu fann lögreglan ekkert á heimili Stefáns og er á bak og burt. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu halda áfram að eltast við vísbendingar. Enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið.
Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira