Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Nú eru skólar landsins byrjaðir og þúsundir nýir nemendur hafa hafið skólagöngu í fyrsta sinn. Flest sex ára börn hafa beðið spennt eftir að ná þessum áfanga á meðan önnur kunna að kvíða honum. Þótt börn í fyrsta bekk séu öll fædd á sama árinu og tilheyra þar af leiðandi sama þroskaskeiðinu er félags- og tilfinningaþroski þeirra mislangt á veg kominn. Þættir sem þessi aldurshópur á þó oftast sameiginlega er að athyglisgáfa fer sívaxandi, þau eru forvitin, spyrja margs og gera kröfur um aukið frelsi og val. Börn á þessum aldri leitast við að líkja eftir fyrirmyndum sínum og finnast athafnir fullorðinna spennandi. Fleira sem einkennir þetta aldursskeið er að þau eiga það til að láta kjánalega, vilja láta á sér bera og taka jafnvel áhættu. Aðgreining einstaklingsins frá öðrum verður skarpari, vinir eru að verða æ mikilvægari á sama tíma og börn á þessu aldursskeiði byrja að skilja hvað felst í samvinnu og samkennd. Keppnisandi, persónulegur metnaður og aukið frelsi í samskiptum verður jafnframt meira áberandi. Hvernig mætum við þörfum þeirra? Þörfum þessa aldurshóps er best mætt með því að gefa þeim tækifæri til að móta eigin lífsstíl og smekk sem samræmist aldri og þroska þeirra hverju sinni. Atriði eins og að leyfa þeim að takast á við lausnarmiðuð verkefni, koma með tillögur og vera spurð álits þegar tilefni gefst til stuðlar að auknum vitsmunaþroska. Orðaforða og hugtakaskilning má örva með því að tala mikið við börnin og leyfa þeim að hlusta á samtöl fullorðinna. Áfram þarf að leyfa þeim að lita líma, púsla og sauma til að styrkja enn frekar þroska fínhreyfingar. Að byrja í skóla Góður undirbúningur undir skólagöngu getur skipt sköpum hvað varðar almenna vellíðan barnsins í skólanum. Góð byrjun eykur líkur á því að barninu farnist vel öll grunnskólaárin. Jákvætt viðhorf þess til nemandahlutverksins og skólagöngunnar er sá þáttur sem líklega vegur hvað þyngst bæði til lengri og skemmri tíma. Undirbúningur er aðallega í höndum foreldra en leikskólarnir leggja sannarlega sitt af mörkum. Undirbúningurinn felur m.a. í sér að ræða við barnið um skólann, skólagönguna og mikilvægi náms. Enn fremur að ræða um stundvísi, mikilvægi þess að sýna kurteisi, koma vel fram við aðra krakka í skólanum og hlíta fyrirmælum. Barnið þarf einnig að vita að ef því líður illa eða það hefur orðið vitni af neikvæðum uppákomum, beri því að segja foreldrum eða kennara frá því strax. Undirbúningur undir íþrótta- og sundkennslu felst m.a. í að þjálfa barnið í að bjarga sér í búningsklefanum. Áður en skólagangan hefst er það mikill kostur fyrir barnið að vera orðið að mestu sjálfbjarga s.s. að geta klætt sig í sund- og íþróttaföt. Þessi færni veitir barninu öryggi og eykur sjálfstraust þess. Til að þjálfunin leiði til fullnægjandi færni í aðstæðum sem þessum þarf barnið að fá tækifæri til að spreyta sig sjálft undir handleiðslu foreldranna helst áður en eða um það leyti og skólaganga hefst. Samskipti foreldra og skóla Þegar skólinn er hafinn vilja foreldrar gjarnan fylgjast vandlega með námsframvindu barna sinna. Það má gera með ýmsum hætti svo sem að inna þau eftir heimalærdómnum og vera í reglulegu sambandi við skólann. Liður í eftirfylgninni felst m.a. í því að vera með barninu þegar það lærir heima eða að líta á afraksturinn þegar barnið hefur lokið við daglegt heimanám. Áhugi foreldranna á námi og námsframvindu barna sinna gefur barninu aukna vissu um að menntun sé mikilvæg. Áhugi foreldranna veitir barninu ákveðið aðhald og hefur þau áhrif að barnið verður líklegra til að vilja leggja sig enn meira fram fyrir vikið. Telji foreldrar að barnið fái ekki viðeigandi hvatningu og örvun í skólanum, eða að námsefnið sé ekki nægjanlega við hæfi er mikilvægt að hafa samband við kennara. Aðrir þættir sem kallað gætu á frekari samskipti foreldra við skólann umfram venjubundin samskipti er ef stórvægilegar breytingar eru í aðsigi, ef fjölskyldan hefur orðið fyrir einhverjum áföllum eða ef vandamál eru á heimilinu sem foreldrar telja að sé mikilvægt að skólinn viti um. Höfundur er sálfræðingur og alþingismaður Flokks fólksins.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun