Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 18:57 Konan hefur verið í varðhaldi í um fjóra mánuði eða allt frá því að hún var handtekin. Hún hefur ítrekað samband við móður sína sem hún er ákærð fyrir að gera tilraun til að bana. vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi. Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Konan heitir Margrét Halla Hansdóttir Löf og er tuttugu og átta ára gömul. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald hinn 13. apríl og hefur því verið í haldi á Hólmsheiði í fjóra mánuði. Hún var nýlega ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og fyrir tilraun til að bana móður sinni eftir margþætt og hrottafengið ofbeldi á heimili þeirra við Súlunes í Garðabæ. Málið hefur enn ekki verið tekið fyrir af dómstólum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði hún beitt foreldra sína ofbeldi í lengri tíma. Þau leituðu bæði ítrekað til læknis vegna áverka og móðirin þá oft vegna blæðingar í eyra. Margrét er grunuð um að hafa margsinnis og um langt skeið látið högg og spörk dynja á móður sinni og föður. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að ofbeldið sé staðfest í gögnum frá fagaðilum og að skýrslur hafi verið teknar af vitnum sem lýsi ofbeldishegðun hennar. Málið var lengi til rannsóknar hjá lögreglu. Margrét var raunar í gæsluvarðhaldi án þess að ákæra væri gefin út umfram lögbundið tólf virkna hámark vegna brýnna rannsóknarhagsmuna. Fyrstu fjórar virkurnar var símanotkun Margrétar takmörkuð en allt frá því, eða í um þrjá mánuði, hefur hún hringt nær daglega í móður sína og stundum oftar en einu sinni á dag. Þetta er á meðan málið hefur verið til rannsóknar og Margrét í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að móðir hennar sé bæði brotaþoli og lykilvitni í málinu - og sé talin hafa sætt ofbeldi í lengri tíma. Þetta er ekki einsdæmi en í ársbyrjun var til að mynda greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á menningarnótt í fyrra hefði verið í sambandi við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Reglur gilda um símanotkun í fangelsi og fylgst er með henni. Hægt að að banna eða takmarka símanotkun gæsluvarðhaldsfanga og einnig má takmarka fjölda og lengd símtala fanga. Í gegnum tíðina eru þó mörg dæmi þess að símum hafi verið smyglað inn í fangelsi og að símtöl fari því í raun fram í heimildarleysi.
Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira