Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2025 09:32 Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Vísir/Lýður Bragi Karl Bjarkason átti draumainnkomu hjá FH í Bestu deild karla í fyrrakvöld er liðið vann 5-4 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins á gervigrasi í 357 daga. FH-ingum virðist hafa liðið umtalsvert betur heima hjá sér, í Kaplakrika, heldur en að heiman í sumar. Liðið hafði aðeins unnið einn útisigur fyrir leikinn við Breiðablik í fyrrakvöld og sá sigur vannst á ÍA á Akranesi - á grasi. Aðrir útileikir á gervigrasi í sumar og allir með tölu tapast. Raunar hafði liðið ekki unnið keppnisleik á grasi síðan FH vann Fylki í Árbænum þann 25. ágúst 2024. „Ég held það sé ekki einn hlutur sem valdi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og það skiptir engu máli hvort það er gervigras eða gras. Það getur verið að þetta sé eitthvað hugarfarstengt. Ég trúi ekki á þetta og hafði ekki mikið spáð í þessu þegar það var sagt inni í klefa að við hefðum ekki unnið á gervigrasi í heilt ár. En við sýndum það að við getum unnið á gervigrasi,“ segir Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Innkoma í lagi Bragi Karl hefur ekki átt fast sæti í liði FH eftir skipti sín í Krikann frá ÍR í vetur. Hann stimplaði sig inn af krafti í leiknum við Blika. Hann skoraði eftir aðeins 30 sekúndur á vellinum, eftir að hafa komið inn á fyrir Kristján Flóka Finnbogason á 54. mínútu. Markið var með hans fyrstu snertingu í leiknum og hann skoraði öðru sinni örfáum mínútum síðar, það með sinni annarri snertingu. „Að mæta með áræðni og kraft inn í þetta. Maður reyndi að gera eins vel og maður gat og það heppnaðist þokkalega, að skora tvö,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta var mjög ánægjulegt og ég kannski bjóst ekki við þessu. Maður tekur því sem kemur og ég er ánægður eftir þetta.“ Það hafi þá verið ánægjulegt að skora fyrstu tvö mörkin fyrir FH og jafnframt fyrstu mörkin í efstu deild. „Tilfinningin var mjög góð. Það var ákveðið spennufall í gær að skora þessi tvö mörk. Það var gaman að geta hjálpað liðinu. Böddi á svo stórt hrós skilið fyrir báðar stoðsendingarnar, hann fær stórt kredit fyrir þær,“ segir Bragi. Fréttina má sjá í spilaranum. FH Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
FH-ingum virðist hafa liðið umtalsvert betur heima hjá sér, í Kaplakrika, heldur en að heiman í sumar. Liðið hafði aðeins unnið einn útisigur fyrir leikinn við Breiðablik í fyrrakvöld og sá sigur vannst á ÍA á Akranesi - á grasi. Aðrir útileikir á gervigrasi í sumar og allir með tölu tapast. Raunar hafði liðið ekki unnið keppnisleik á grasi síðan FH vann Fylki í Árbænum þann 25. ágúst 2024. „Ég held það sé ekki einn hlutur sem valdi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og það skiptir engu máli hvort það er gervigras eða gras. Það getur verið að þetta sé eitthvað hugarfarstengt. Ég trúi ekki á þetta og hafði ekki mikið spáð í þessu þegar það var sagt inni í klefa að við hefðum ekki unnið á gervigrasi í heilt ár. En við sýndum það að við getum unnið á gervigrasi,“ segir Bragi Karl Bjarkason, leikmaður FH. Innkoma í lagi Bragi Karl hefur ekki átt fast sæti í liði FH eftir skipti sín í Krikann frá ÍR í vetur. Hann stimplaði sig inn af krafti í leiknum við Blika. Hann skoraði eftir aðeins 30 sekúndur á vellinum, eftir að hafa komið inn á fyrir Kristján Flóka Finnbogason á 54. mínútu. Markið var með hans fyrstu snertingu í leiknum og hann skoraði öðru sinni örfáum mínútum síðar, það með sinni annarri snertingu. „Að mæta með áræðni og kraft inn í þetta. Maður reyndi að gera eins vel og maður gat og það heppnaðist þokkalega, að skora tvö,“ segir Bragi og bætir við: „Þetta var mjög ánægjulegt og ég kannski bjóst ekki við þessu. Maður tekur því sem kemur og ég er ánægður eftir þetta.“ Það hafi þá verið ánægjulegt að skora fyrstu tvö mörkin fyrir FH og jafnframt fyrstu mörkin í efstu deild. „Tilfinningin var mjög góð. Það var ákveðið spennufall í gær að skora þessi tvö mörk. Það var gaman að geta hjálpað liðinu. Böddi á svo stórt hrós skilið fyrir báðar stoðsendingarnar, hann fær stórt kredit fyrir þær,“ segir Bragi. Fréttina má sjá í spilaranum.
FH Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira