„Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2025 22:48 Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason voru sigursælir saman hjá ÍBV en Rúnar fór svo heim til Fram sumarið 2023. vísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. Kári fór yfir það í löngu máli í hlaðvarpsþættinum Handkastið fyrir helgi hvernig nú væri svo komið að hann hygðist aldrei aftur ætla að spila í handboltabúningi ÍBV, eftir að hafa verið fyrirliði og leikjahæsti leikmaður liðsins. Ástæðan er framkoma forsvarsmanna handknattleiksdeildar ÍBV í garð Kára í viðræðum um mögulegan nýjan samning. Nefndi Kári til að mynda að menn hefðu hreinlega gert ráð fyrir því að vegna veikinda myndi hann ekki geta snúið aftur á völlinn, án þess að hann væri sjálfur spurður út í það. Þá hafi munnlegt samkomulag um að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari orðið að engu, án þess að menn virtust treysta sér til að segja Kára það hreint út og liðu að hans sögn tveir mánuðir í sumar án þess að rætt væri við hann, áður en loks kom í ljós að ekki stæði til að gera við Kára samning. Þá kom Kári inn á það að þegar hann missti móður sína úr krabbameini í vor hefði honum, fyrirliða ÍBV, ekki borist svo mikið sem samúðarskeyti frá félaginu sem hann þó hefði þjónað um árabil. Kári og Rúnar urðu meðal annars Íslandsmeistarar saman hjá ÍBV og léku einnig saman með íslenska landsliðinu. Rúnar segir frá því í færslu á Facebook hve vonsvikinn hann sé vegna viðskilnaðs Kára við ÍBV og lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Nú á ég ekkert með það að gera að segja íþróttafélögum hvernig þau eiga að reka sig og ÍBV ber engin skylda til að semja við hann Kára vin minn. En mér finnst persónulega skipta máli að ef ákvörðunin er að láta leiðir skilja af hálfu félagsins, þá á bara að segja það, augnliti til augnlitis sama hversu erfitt eða óþægilegt það samtal er,“ skrifar Rúnar og heldur áfram: „Mér finnst það morgunljóst að Kári er sá handknattleiksmaður sem kemur frá Eyjum sem hefur náð hvað lengst, er stærsti prófíll handboltans frá Eyjum og ofan á það hefur hann unnið fyrir ÍBV af heilindum í fjölda mörg ár. Langt umfram laun eða starfslýsingar. Ég upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik og það er erfitt og leiðinlegt að fylgjast með því.“ Þá bindur Rúnar vonir við það að farsæl lausn fáist í málinu en í stuttri yfirlýsingu frá handknattleiksdeild ÍBV á föstudaginn sagði að tvær hliðar væru á öllum málum og að Kára væri þakkað fyrir sitt framlag. „Ég vona að hér verði mistök viðurkennd og ég vona að Kári fái afsökunarbeiðni á því hvernig samstarfinu lauk því hann á það skilið,“ skrifar Rúnar og bætir við: „Ég vona svo auðvitað líka að sjá hann Kára með merki bandalagsins á brjóstinu og hann beri það stoltur, hvort sem það sé sem foreldri, þjálfari, stuðningsmaður eða leikmaður. Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að mæta í stórt partý til Eyja þegar hann Kári myndi hætta að spila, þar yrði fyrri titlum og frábærum stundum hampað og treyja númer 46 dregin upp í rjáfur. Mér finnst Kári vera þannig leikmaður og mér finnst ÍBV vera þannig félag.“ Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Kári fór yfir það í löngu máli í hlaðvarpsþættinum Handkastið fyrir helgi hvernig nú væri svo komið að hann hygðist aldrei aftur ætla að spila í handboltabúningi ÍBV, eftir að hafa verið fyrirliði og leikjahæsti leikmaður liðsins. Ástæðan er framkoma forsvarsmanna handknattleiksdeildar ÍBV í garð Kára í viðræðum um mögulegan nýjan samning. Nefndi Kári til að mynda að menn hefðu hreinlega gert ráð fyrir því að vegna veikinda myndi hann ekki geta snúið aftur á völlinn, án þess að hann væri sjálfur spurður út í það. Þá hafi munnlegt samkomulag um að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari orðið að engu, án þess að menn virtust treysta sér til að segja Kára það hreint út og liðu að hans sögn tveir mánuðir í sumar án þess að rætt væri við hann, áður en loks kom í ljós að ekki stæði til að gera við Kára samning. Þá kom Kári inn á það að þegar hann missti móður sína úr krabbameini í vor hefði honum, fyrirliða ÍBV, ekki borist svo mikið sem samúðarskeyti frá félaginu sem hann þó hefði þjónað um árabil. Kári og Rúnar urðu meðal annars Íslandsmeistarar saman hjá ÍBV og léku einnig saman með íslenska landsliðinu. Rúnar segir frá því í færslu á Facebook hve vonsvikinn hann sé vegna viðskilnaðs Kára við ÍBV og lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Nú á ég ekkert með það að gera að segja íþróttafélögum hvernig þau eiga að reka sig og ÍBV ber engin skylda til að semja við hann Kára vin minn. En mér finnst persónulega skipta máli að ef ákvörðunin er að láta leiðir skilja af hálfu félagsins, þá á bara að segja það, augnliti til augnlitis sama hversu erfitt eða óþægilegt það samtal er,“ skrifar Rúnar og heldur áfram: „Mér finnst það morgunljóst að Kári er sá handknattleiksmaður sem kemur frá Eyjum sem hefur náð hvað lengst, er stærsti prófíll handboltans frá Eyjum og ofan á það hefur hann unnið fyrir ÍBV af heilindum í fjölda mörg ár. Langt umfram laun eða starfslýsingar. Ég upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik og það er erfitt og leiðinlegt að fylgjast með því.“ Þá bindur Rúnar vonir við það að farsæl lausn fáist í málinu en í stuttri yfirlýsingu frá handknattleiksdeild ÍBV á föstudaginn sagði að tvær hliðar væru á öllum málum og að Kára væri þakkað fyrir sitt framlag. „Ég vona að hér verði mistök viðurkennd og ég vona að Kári fái afsökunarbeiðni á því hvernig samstarfinu lauk því hann á það skilið,“ skrifar Rúnar og bætir við: „Ég vona svo auðvitað líka að sjá hann Kára með merki bandalagsins á brjóstinu og hann beri það stoltur, hvort sem það sé sem foreldri, þjálfari, stuðningsmaður eða leikmaður. Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að mæta í stórt partý til Eyja þegar hann Kári myndi hætta að spila, þar yrði fyrri titlum og frábærum stundum hampað og treyja númer 46 dregin upp í rjáfur. Mér finnst Kári vera þannig leikmaður og mér finnst ÍBV vera þannig félag.“
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30